Alltaf svo sáttur í eigin skinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2015 07:00 Hannes Þór fagnar hér eftir að hafa haldið hreinu gegn Heerenveen. Visir/Getty „Hér er allt bara glansandi fínt,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Hannes greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að framkvæmdastjóri hollenska félagsins NEC Nijmegen sem hann spilar með stóð við loforð um að þrífa íbúð markvarðarins skyldi Ísland leggja Holland að velli í undankeppni EM. Hannes yfirgaf Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í sumar og tók enn á ný skref upp á við. Hann samdi við hollenska félagið NEC Nijmegen sem er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi eftir að hafa fallið 2014. Þar er Hannes að slá í gegn, en hann hélt hreinu í fjórum leikjum í röð þar til meistarar PSV settu tvö á hann í síðasta leik. „Ég er þvílíkt sáttur með þetta allt saman og virkilega ánægður. Þetta er flottur klúbbur í hrikalega sterkri deild. Þetta er þvílíkt skref upp á við fyrir mig frá næstefstu deild Noregs,“ segir Hannes við Fréttablaðið, en eins og gefur að skilja er hollenska úrvalsdeildin töluvert frábrugðin næstefstu deild Noregs. „Fótboltinn hérna er miklu hraðari og betri. Leikirnir eru mun meira krefjandi og fótboltinn öðruvísi líka því mikið er lagt upp úr því að spila boltanum með jörðinni frá markverðinum. Það hefur ekki verið minn stíll hingað til sem er gott og hollt fyrir mig. Ég get þróast enn meira sem markvörður. Það gerir mér gott að fara í gegnum þennan hollenska skóla þótt það sé á gamalsaldri,“ segir hinn 31 árs gamli Hannes Þór.Bullandi samkeppni NEC Nijmegen gerði ekki góða hluti síðast þegar það var í úrvalsdeildinni, en það fékk á sig 82 mörk í 34 leikjum. Sagan er svo sannarlega ekki sú sama núna, því liðið er aðeins búið að fá á sig sjö mörk í sjö leikjum. Fimm þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum áður en Hannes múraði fyrir markið. „Ég fæ mikið af skotum á mig og sá um daginn tölfræði yfir það, að ég er með næstflestar markvörslur í deildinni. Það var gaman að sjá því vörnin hefur fengið mikið lof og lítið talað um markvörsluna. Þetta er samt samstillt átak og liðið er mjög þétt. Það bjóst enginn við þessu af NEC enda ekki verið stíll liðsins að fá á sig lítið af mörkum. Menn eru því mjög ánægðir með þetta hérna,“ segir Hannes Þór. Joshua Smits, 22 ára gamall hollenskur markvörður, varði mark NEC í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hannes átti að koma inn í samkeppni við hann, en Smits hefur ekkert getað beitt sér vegna meiðsla. Það er samt eins gott fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn að halda áfram að standa sig. „Smits er mjög góður. Hann var tæpur vegna meiðsla þegar ég kom eftir aðgerð sem hann fór í. Svo kom í ljós að aðgerðin heppnaðist ekki þannig hann getur ekkert spilað. Við fengum annan reynslumikinn mann frá Þýskalandi þannig að það er bullandi samkeppni um stöðuna og verður enn meiri þegar Smits kemur aftur. Ég verð bara að nýta sénsinn á meðan. Ég nýt þess allavega í botn að spila núna,“ segir Hannes Þór.Hannes fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Stadion de Goffert.Vísir/GettyInn um bakdyrnar Uppgangur Hannesar hefur verið mikill undanfarinn áratug, en fyrir sléttum tíu árum var hann að spila með Aftureldingu í 2. deildinni á Íslandi. „Ég er mjög stoltur af að spila hérna í Hollandi. Miðað við það sem á undan er gengið hjá mér er þetta ákveðið afrek. Hér spila ég flotta leiki á flottum völlum og nánast alltaf fullt. Veðrið er gott og fjölskyldunni líður vel,“ segir Hannes. Eftir dvölina hjá Aftureldingu fór hann til Stjörnunnar áður en Ólafur Þórðarson gaf honum fyrstur tækifæri hjá Fram í efstu deild 2007. Síðan þá hefur ferill Hannesar farið á flug. Hann fór til KR og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari, komst í atvinnumennsku nokkuð seint og er auðvitað fastamaður í landsliði Íslands sem er komið á EM 2016. „Það fallega við að koma inn í þetta bakdyramegin allt saman er að oft þegar ég tek þessi skref upp á við er ég alltaf svo sáttur í eigin skinni og get algjörlega einbeitt mér að því sem ég er að gera hverju sinni. Það byrjaði hjá KR þar sem mér fannst ég búinn að áorka nóg og þá hugsaði ég bara um að standa mig vel fyrir KR. Ég var ekkert að spá í atvinnumennsku eða landsliðinu,“ segir Hannes og heldur áfram: „Svo kemst ég út til Noregs í atvinnumennsku 29 ára og allt umfram það fannst mér bara bónus. Svo núna er ég kominn á stað sem ég er ánægður á og stoltur af að vera á. Það er gott að vera svona sáttur með hvern stað sem maður er á því það skilar sér í afslappaðra viðhorfi. Auðvitað vonast ég samt eftir því að geta tekið stærra skref.“Hannes fagnar hér af innlifun eftir 1-0 sigurinn á Hollandi á dögunum .Vísir/GettyMiðað við uppgang Hannesar á undanförnum árum þyrfti engum að koma á óvart spili hann í enn betri deild á næsta tímabili. Hann fær jú ansi stóran sýningarglugga í Frakklandi næsta sumar. „Þessi deild er auðvitað risastór gluggi líka þannig það er aldrei að vita hvað gerist. Kannski held ég áfram að synda gegn straumnum en líkurnar eru ekkert mér í hag. Það háir mér að ég fór út 29 ára og hversu grófa tækni ég er með, en maður veit aldrei hvað gerist. Frammistaðan með landsliðinu og félagsliðum undanfarin ár gæti skilað einhverju. En ég spila bara í núinu og sé svo til,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
„Hér er allt bara glansandi fínt,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Hannes greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að framkvæmdastjóri hollenska félagsins NEC Nijmegen sem hann spilar með stóð við loforð um að þrífa íbúð markvarðarins skyldi Ísland leggja Holland að velli í undankeppni EM. Hannes yfirgaf Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í sumar og tók enn á ný skref upp á við. Hann samdi við hollenska félagið NEC Nijmegen sem er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi eftir að hafa fallið 2014. Þar er Hannes að slá í gegn, en hann hélt hreinu í fjórum leikjum í röð þar til meistarar PSV settu tvö á hann í síðasta leik. „Ég er þvílíkt sáttur með þetta allt saman og virkilega ánægður. Þetta er flottur klúbbur í hrikalega sterkri deild. Þetta er þvílíkt skref upp á við fyrir mig frá næstefstu deild Noregs,“ segir Hannes við Fréttablaðið, en eins og gefur að skilja er hollenska úrvalsdeildin töluvert frábrugðin næstefstu deild Noregs. „Fótboltinn hérna er miklu hraðari og betri. Leikirnir eru mun meira krefjandi og fótboltinn öðruvísi líka því mikið er lagt upp úr því að spila boltanum með jörðinni frá markverðinum. Það hefur ekki verið minn stíll hingað til sem er gott og hollt fyrir mig. Ég get þróast enn meira sem markvörður. Það gerir mér gott að fara í gegnum þennan hollenska skóla þótt það sé á gamalsaldri,“ segir hinn 31 árs gamli Hannes Þór.Bullandi samkeppni NEC Nijmegen gerði ekki góða hluti síðast þegar það var í úrvalsdeildinni, en það fékk á sig 82 mörk í 34 leikjum. Sagan er svo sannarlega ekki sú sama núna, því liðið er aðeins búið að fá á sig sjö mörk í sjö leikjum. Fimm þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum áður en Hannes múraði fyrir markið. „Ég fæ mikið af skotum á mig og sá um daginn tölfræði yfir það, að ég er með næstflestar markvörslur í deildinni. Það var gaman að sjá því vörnin hefur fengið mikið lof og lítið talað um markvörsluna. Þetta er samt samstillt átak og liðið er mjög þétt. Það bjóst enginn við þessu af NEC enda ekki verið stíll liðsins að fá á sig lítið af mörkum. Menn eru því mjög ánægðir með þetta hérna,“ segir Hannes Þór. Joshua Smits, 22 ára gamall hollenskur markvörður, varði mark NEC í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hannes átti að koma inn í samkeppni við hann, en Smits hefur ekkert getað beitt sér vegna meiðsla. Það er samt eins gott fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn að halda áfram að standa sig. „Smits er mjög góður. Hann var tæpur vegna meiðsla þegar ég kom eftir aðgerð sem hann fór í. Svo kom í ljós að aðgerðin heppnaðist ekki þannig hann getur ekkert spilað. Við fengum annan reynslumikinn mann frá Þýskalandi þannig að það er bullandi samkeppni um stöðuna og verður enn meiri þegar Smits kemur aftur. Ég verð bara að nýta sénsinn á meðan. Ég nýt þess allavega í botn að spila núna,“ segir Hannes Þór.Hannes fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Stadion de Goffert.Vísir/GettyInn um bakdyrnar Uppgangur Hannesar hefur verið mikill undanfarinn áratug, en fyrir sléttum tíu árum var hann að spila með Aftureldingu í 2. deildinni á Íslandi. „Ég er mjög stoltur af að spila hérna í Hollandi. Miðað við það sem á undan er gengið hjá mér er þetta ákveðið afrek. Hér spila ég flotta leiki á flottum völlum og nánast alltaf fullt. Veðrið er gott og fjölskyldunni líður vel,“ segir Hannes. Eftir dvölina hjá Aftureldingu fór hann til Stjörnunnar áður en Ólafur Þórðarson gaf honum fyrstur tækifæri hjá Fram í efstu deild 2007. Síðan þá hefur ferill Hannesar farið á flug. Hann fór til KR og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari, komst í atvinnumennsku nokkuð seint og er auðvitað fastamaður í landsliði Íslands sem er komið á EM 2016. „Það fallega við að koma inn í þetta bakdyramegin allt saman er að oft þegar ég tek þessi skref upp á við er ég alltaf svo sáttur í eigin skinni og get algjörlega einbeitt mér að því sem ég er að gera hverju sinni. Það byrjaði hjá KR þar sem mér fannst ég búinn að áorka nóg og þá hugsaði ég bara um að standa mig vel fyrir KR. Ég var ekkert að spá í atvinnumennsku eða landsliðinu,“ segir Hannes og heldur áfram: „Svo kemst ég út til Noregs í atvinnumennsku 29 ára og allt umfram það fannst mér bara bónus. Svo núna er ég kominn á stað sem ég er ánægður á og stoltur af að vera á. Það er gott að vera svona sáttur með hvern stað sem maður er á því það skilar sér í afslappaðra viðhorfi. Auðvitað vonast ég samt eftir því að geta tekið stærra skref.“Hannes fagnar hér af innlifun eftir 1-0 sigurinn á Hollandi á dögunum .Vísir/GettyMiðað við uppgang Hannesar á undanförnum árum þyrfti engum að koma á óvart spili hann í enn betri deild á næsta tímabili. Hann fær jú ansi stóran sýningarglugga í Frakklandi næsta sumar. „Þessi deild er auðvitað risastór gluggi líka þannig það er aldrei að vita hvað gerist. Kannski held ég áfram að synda gegn straumnum en líkurnar eru ekkert mér í hag. Það háir mér að ég fór út 29 ára og hversu grófa tækni ég er með, en maður veit aldrei hvað gerist. Frammistaðan með landsliðinu og félagsliðum undanfarin ár gæti skilað einhverju. En ég spila bara í núinu og sé svo til,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira