Jónas Kristjánsson um stjórnarskrána Þorvaldur Gylfason skrifar 10. september 2015 00:00 Jónas Kristjánsson ritstjóri er einn örfárra íslenzkra manna sem hefur helgað blaðamennskunni ævistarf sitt nær eingöngu og er enn að á eigin spýtur eftir meira en hálfa öld, ódeigur sem fyrr. Árum saman hefur hann, nú hálfáttræður maðurinn, verið einn mest lesni bloggari landsins, óvæginn, en víðsýnn og vel að sér. Margir yngri blaðamenn líta til hans sem réttsýns fræðara og fyrirmyndar. Jónas hefur ævinlega fylgt þekktri reglu utan úr heimi: Blaðamaðurinn á enga vini. Jónas var einn þeirra 522ja sem gáfu kost á sér til setu í stjórnlagaráði og munaði litlu að hann næði kjöri. Hann snerist í fyrstu öndverður gegn frumvarpinu sem stjórnlagaráð samþykkti einum rómi 2011 í samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010, en hann sá sig um hönd. Þetta er einn af mörgum kostum Jónasar. Hann er ekki yfir það hafinn að skipta um skoðun. Þetta hefur Jónas meðal annars haft að segja um nýju stjórnarskrána að undanförnu. Hann virðist líkt og margir aðrir æ bjartsýnni um framhaldið.„Morðið á stjórnarskránni" 04/09/2015. STUNDIN birtir ýtarlega úttekt á svikum flokkanna við nýju stjórnarskrána. Frá upphafi voru bófaflokkarnir tveir andvígir henni. Svo og sjálfhverfir lögmenn, sem töldu sig hafa átt að koma þar að verki. Á öllum stigum var reynt að bregða fæti fyrir plaggið. Verst voru þar landráð Hæstaréttar. Sjálft morðið var svo framið á þingi. Fyrst linaðist núverandi Björt framtíð, sem dreymdi samstarf við bófana. Síðan sprakk Árni Páll og á hans vegum hálf Samfylkingin. Það var sjálft morðið. Naut aðstoðar Ástu Ragnheiðar þingforseta, sem á öllum stigum reyndi að tefja. Að lokum var svo hrygglaus Katrín Jakobs kúguð til hlýðni. Þannig stóð loks allur fimmflokkurinn að morðinu. Og mun ævinlega gjalda þess.Stjórnarskrá bófaflokkanna 01/09/2015. Bófaflokkar ríkisstjórnarinnar hafa eigin stjórnarskrárnefnd, sem er í leyni að semja nýja stjórnarskrá. Stefnt til höfuðs stjórnarskrá okkar, sem samin var í opnu gegnsæi. Ferlið náði frá þjóðfundi gegnum stjórnlagaráð, sem varð einróma sammála um niðurstöðuna, yfir í þjóðaratkvæði, sem sagði já. Fór mjög í taugar eigenda þjóðfélagsins og lagatækna, sem telja stjórnarskrá vera sitt prívatmál. Og að orðhenglar hennar eigi að vera þjóðinni óskiljanlegir. Þessi stjórnarskrá þjóðareigenda og lagatækna á að vera tilbúin í árslok. Meiningin er að knýja hana fram á þingi í lok kjörtímabilsins, svo að stjórnarskrá okkar komist ekki á dagskrá. Þetta eru þjóðníðingar.Eitt sumarþing nægir 31/08/2015. Ekki á að þurfa 6-9 mánuði til að ná nýju stjórnarskránni gegnum nýtt alþingi og fá samþykkt þjóðaratkvæði um aðild að Evrópu. Fimmflokkurinn mun að vísu beita málþófi aldarinnar gegn stjórnarskránni og tefla fram tugum lagatækna utan þings. Píratar þurfa bara að standa af sér þann storm og keyra á þetta eina mál. Auðvitað þarf jafnframt að leggja fram ýmis önnur þingmál og þar eru fjárlög mikilvægust, svo og uppboð á kvóta og upprisa Landspítalans. En ekki má láta slík mál tefja fyrir stjórnarskránni. Strax eftir kosningar þarf að hefja sumarþing og leggja fram stjórnarskrána, sem nú þegar bíður tilbúin og staðfest í þjóðaratkvæði. Síðan þarf duglega verkstjórn, sem takmarkar samanlagðan ræðutíma við 100 klukkutíma. Eitt sumarþing nægir, kosningar að hausti og nýtt þing fjallar um fjárlagafrumvarpið.Okkar stjórnarskrá 31/08/2015. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar munu allir andmæla hugmynd pírata um upptöku okkar stjórnarskrár, sem stjórnlagaráð varð einróma um. Allir vilja krukka í þá stjórnarskrá, enda hafa þeir hagsmuna að gæta. Svo sem hagsmuna kvótagreifa og lokaðrar stjórnsýslu. Lagatæknar munu líka andmæla, enda vilja þeir ekki sjá stjórnarskrá samda af fólkinu án lagakróka og orðhengilsháttar lagatækna. Á loft verður hafin tilgáta Líndals um, að þjóðareign sé ekki til. Píratar þurfa engar áhyggjur að hafa. Fólkið skilur sína stjórnarskrá og vill hana. Píratar þurfa svo eftir kosningar líklega að díla um lausnina við samstarfsflokk/a. Það eru bara leikreglurnar.Óvinir stjórnarskrár 28/06/2014. Munið, að Samfylkingin, VG og Björt framtíð stóðu með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að söltun stjórnarskrárinnar frá Stjórnlagaráði. Þannig var allt stjórnarskrárferlið að engu haft. Í staðinn kom fimmflokkurinn sér saman um eigin stjórnarskrárnefnd. Hún hefur verið að dúlla sér í heilt ár og er engu nær. Í greinargerð um stöðuna segir hún, að marga hluti þurfi að skoða og að ekki séu allir sammála um allt. Þetta er munurinn á vinnubrögðum borgaranna og vinnubrögðum þingmannanna. Verkefnið hafði ekki vafizt fyrir góðborgurum landsins í Stjórnlagaráði. Þeir hugsuðu út fyrir boxið, ekki þingvargurinn.Þingmenn óttast stjórnarskrá 21/03/2013. Þessar eru nokkrar helztu ástæður þess, að Alþingi telur sig verða að salta frumvarp um stjórnarskrá: Þingmenn óttast, að vald færist frá þingmönnum til þjóðar. Þingmenn óttast aukið gegnsæi í þjóðfélaginu, vilja áfram sitja að sínu leyndó. Þingmenn óttast, að þjóðin endurheimti þjóðarauðlindir, vilja áfram gauka þeim að fjárhaldsmönnum kosningaslagsins, kvótagreifunum. Því þurfti að gera umba Sjálfstæðisflokksins að formanni Samfylkingarinnar. Og fela honum síðan að slátra stjórnarskránni. Að reyna að breyta þjóðarsátt í sátt við Flokkinn, sem auðvitað mun aldrei takast. Málið er fast, bingó.Stútaði stjórnarskránni 02/03/2013. Árni Páll Árnason stútaði nýju stjórnarskránni formlega í hádeginu. … Gömlu hrossin á Alþingi þola ekki nýja stjórnarskrá og vilja hana feiga. Vitandi vits var stjórnarskránni stefnt í tímahrak. ... Margir tóku þátt í ódæðinu og ekki er hægt að saka bófaflokkana eina.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Jónas Kristjánsson ritstjóri er einn örfárra íslenzkra manna sem hefur helgað blaðamennskunni ævistarf sitt nær eingöngu og er enn að á eigin spýtur eftir meira en hálfa öld, ódeigur sem fyrr. Árum saman hefur hann, nú hálfáttræður maðurinn, verið einn mest lesni bloggari landsins, óvæginn, en víðsýnn og vel að sér. Margir yngri blaðamenn líta til hans sem réttsýns fræðara og fyrirmyndar. Jónas hefur ævinlega fylgt þekktri reglu utan úr heimi: Blaðamaðurinn á enga vini. Jónas var einn þeirra 522ja sem gáfu kost á sér til setu í stjórnlagaráði og munaði litlu að hann næði kjöri. Hann snerist í fyrstu öndverður gegn frumvarpinu sem stjórnlagaráð samþykkti einum rómi 2011 í samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010, en hann sá sig um hönd. Þetta er einn af mörgum kostum Jónasar. Hann er ekki yfir það hafinn að skipta um skoðun. Þetta hefur Jónas meðal annars haft að segja um nýju stjórnarskrána að undanförnu. Hann virðist líkt og margir aðrir æ bjartsýnni um framhaldið.„Morðið á stjórnarskránni" 04/09/2015. STUNDIN birtir ýtarlega úttekt á svikum flokkanna við nýju stjórnarskrána. Frá upphafi voru bófaflokkarnir tveir andvígir henni. Svo og sjálfhverfir lögmenn, sem töldu sig hafa átt að koma þar að verki. Á öllum stigum var reynt að bregða fæti fyrir plaggið. Verst voru þar landráð Hæstaréttar. Sjálft morðið var svo framið á þingi. Fyrst linaðist núverandi Björt framtíð, sem dreymdi samstarf við bófana. Síðan sprakk Árni Páll og á hans vegum hálf Samfylkingin. Það var sjálft morðið. Naut aðstoðar Ástu Ragnheiðar þingforseta, sem á öllum stigum reyndi að tefja. Að lokum var svo hrygglaus Katrín Jakobs kúguð til hlýðni. Þannig stóð loks allur fimmflokkurinn að morðinu. Og mun ævinlega gjalda þess.Stjórnarskrá bófaflokkanna 01/09/2015. Bófaflokkar ríkisstjórnarinnar hafa eigin stjórnarskrárnefnd, sem er í leyni að semja nýja stjórnarskrá. Stefnt til höfuðs stjórnarskrá okkar, sem samin var í opnu gegnsæi. Ferlið náði frá þjóðfundi gegnum stjórnlagaráð, sem varð einróma sammála um niðurstöðuna, yfir í þjóðaratkvæði, sem sagði já. Fór mjög í taugar eigenda þjóðfélagsins og lagatækna, sem telja stjórnarskrá vera sitt prívatmál. Og að orðhenglar hennar eigi að vera þjóðinni óskiljanlegir. Þessi stjórnarskrá þjóðareigenda og lagatækna á að vera tilbúin í árslok. Meiningin er að knýja hana fram á þingi í lok kjörtímabilsins, svo að stjórnarskrá okkar komist ekki á dagskrá. Þetta eru þjóðníðingar.Eitt sumarþing nægir 31/08/2015. Ekki á að þurfa 6-9 mánuði til að ná nýju stjórnarskránni gegnum nýtt alþingi og fá samþykkt þjóðaratkvæði um aðild að Evrópu. Fimmflokkurinn mun að vísu beita málþófi aldarinnar gegn stjórnarskránni og tefla fram tugum lagatækna utan þings. Píratar þurfa bara að standa af sér þann storm og keyra á þetta eina mál. Auðvitað þarf jafnframt að leggja fram ýmis önnur þingmál og þar eru fjárlög mikilvægust, svo og uppboð á kvóta og upprisa Landspítalans. En ekki má láta slík mál tefja fyrir stjórnarskránni. Strax eftir kosningar þarf að hefja sumarþing og leggja fram stjórnarskrána, sem nú þegar bíður tilbúin og staðfest í þjóðaratkvæði. Síðan þarf duglega verkstjórn, sem takmarkar samanlagðan ræðutíma við 100 klukkutíma. Eitt sumarþing nægir, kosningar að hausti og nýtt þing fjallar um fjárlagafrumvarpið.Okkar stjórnarskrá 31/08/2015. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar munu allir andmæla hugmynd pírata um upptöku okkar stjórnarskrár, sem stjórnlagaráð varð einróma um. Allir vilja krukka í þá stjórnarskrá, enda hafa þeir hagsmuna að gæta. Svo sem hagsmuna kvótagreifa og lokaðrar stjórnsýslu. Lagatæknar munu líka andmæla, enda vilja þeir ekki sjá stjórnarskrá samda af fólkinu án lagakróka og orðhengilsháttar lagatækna. Á loft verður hafin tilgáta Líndals um, að þjóðareign sé ekki til. Píratar þurfa engar áhyggjur að hafa. Fólkið skilur sína stjórnarskrá og vill hana. Píratar þurfa svo eftir kosningar líklega að díla um lausnina við samstarfsflokk/a. Það eru bara leikreglurnar.Óvinir stjórnarskrár 28/06/2014. Munið, að Samfylkingin, VG og Björt framtíð stóðu með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að söltun stjórnarskrárinnar frá Stjórnlagaráði. Þannig var allt stjórnarskrárferlið að engu haft. Í staðinn kom fimmflokkurinn sér saman um eigin stjórnarskrárnefnd. Hún hefur verið að dúlla sér í heilt ár og er engu nær. Í greinargerð um stöðuna segir hún, að marga hluti þurfi að skoða og að ekki séu allir sammála um allt. Þetta er munurinn á vinnubrögðum borgaranna og vinnubrögðum þingmannanna. Verkefnið hafði ekki vafizt fyrir góðborgurum landsins í Stjórnlagaráði. Þeir hugsuðu út fyrir boxið, ekki þingvargurinn.Þingmenn óttast stjórnarskrá 21/03/2013. Þessar eru nokkrar helztu ástæður þess, að Alþingi telur sig verða að salta frumvarp um stjórnarskrá: Þingmenn óttast, að vald færist frá þingmönnum til þjóðar. Þingmenn óttast aukið gegnsæi í þjóðfélaginu, vilja áfram sitja að sínu leyndó. Þingmenn óttast, að þjóðin endurheimti þjóðarauðlindir, vilja áfram gauka þeim að fjárhaldsmönnum kosningaslagsins, kvótagreifunum. Því þurfti að gera umba Sjálfstæðisflokksins að formanni Samfylkingarinnar. Og fela honum síðan að slátra stjórnarskránni. Að reyna að breyta þjóðarsátt í sátt við Flokkinn, sem auðvitað mun aldrei takast. Málið er fast, bingó.Stútaði stjórnarskránni 02/03/2013. Árni Páll Árnason stútaði nýju stjórnarskránni formlega í hádeginu. … Gömlu hrossin á Alþingi þola ekki nýja stjórnarskrá og vilja hana feiga. Vitandi vits var stjórnarskránni stefnt í tímahrak. ... Margir tóku þátt í ódæðinu og ekki er hægt að saka bófaflokkana eina.“
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun