Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 12:32 Flóttamannabúðirnar í Mytilini eru orðnar yfirfullar. Vísir/AFP 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin. Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin.
Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira