Vúlkani misskilur klapp Pawel Bartoszek skrifar 12. september 2015 06:00 Í Star Trek var geimverutegund sem hét Vúlkanar. Vúlkanar voru rökfastir, agaðir en um leið tilfinningasnauðir. Vúlkönum fannst oft eitthvað sem mennirnir voru að gera vera „órökrétt“. Tilfinningar væru órökréttar. Ákvarðanir sem byggðust á tilfinningum væru órökréttar. Ef Vúlkani sæi fólk klappa á íþróttaleik þá myndi hann spyrja: „Af hverju eruð þið að þessu? Þetta er órökrétt.“ Þá myndi mannveran útskýra að menn fengju ákveðna líkamlega ánægju út úr því að sjá lið sitt vinna. Að klappa yki líkurnar því. „En af hverju klöppum við þá eftir að sigurinn er í höfn? Jú, það er til að launa íþróttamönnunum vinnuna. Þetta er svona tvíhliða samningur.“ Vúlkaninn myndi segjast skilja þetta. Menn klappa á íþróttaleikjum. En segjum nú að hann væri svo staddur á þýskri járnbrautarstöð og sæi þar fólk klappa fyrir flóttamönnum. Þá myndi hann kannski hugsa: „Þetta er órökrétt! Þetta er ekki íþróttaleikur! Þetta er flóttamannavandi!“ Vúlkaninn myndi svo álykta að aðgerðir fólksins væru skaðlegar enda byggðar á tilfinningum en ekki óflekkaðri rökhyggju. En það væri samt Vúlkaninn sem væri í ruglinu. Það er til margs konar klapp. Á Ítalíu klappa menn fyrir látnu fólki, ekki til að hvetja hinn látna til að deyja meira og flottar, heldur til að lýsa virðingu. Þeir sem klappa fyrir fólki sem hrakist hefur frá heimkynnum sínum eru að sama skapi ekki að gera annað en að lýsa yfir velþóknun á því fólki sem klappað er fyrir. Matur og húsaskjól skipta máli en líka að einhverjum þyki maður einhvers virði. Það er vel hægt að gagnrýna það fyrirkomulag sem ýtir mönnum út í gúmmíbáta, án þess að þurfa hnýta í þá sem lítið hafa um það fyrirkomulag að segja en reyna þó að láta hrjáðu fólki líða eins og það sé velkomið. Því auðvitað er það fallegt. Og mennskt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Í Star Trek var geimverutegund sem hét Vúlkanar. Vúlkanar voru rökfastir, agaðir en um leið tilfinningasnauðir. Vúlkönum fannst oft eitthvað sem mennirnir voru að gera vera „órökrétt“. Tilfinningar væru órökréttar. Ákvarðanir sem byggðust á tilfinningum væru órökréttar. Ef Vúlkani sæi fólk klappa á íþróttaleik þá myndi hann spyrja: „Af hverju eruð þið að þessu? Þetta er órökrétt.“ Þá myndi mannveran útskýra að menn fengju ákveðna líkamlega ánægju út úr því að sjá lið sitt vinna. Að klappa yki líkurnar því. „En af hverju klöppum við þá eftir að sigurinn er í höfn? Jú, það er til að launa íþróttamönnunum vinnuna. Þetta er svona tvíhliða samningur.“ Vúlkaninn myndi segjast skilja þetta. Menn klappa á íþróttaleikjum. En segjum nú að hann væri svo staddur á þýskri járnbrautarstöð og sæi þar fólk klappa fyrir flóttamönnum. Þá myndi hann kannski hugsa: „Þetta er órökrétt! Þetta er ekki íþróttaleikur! Þetta er flóttamannavandi!“ Vúlkaninn myndi svo álykta að aðgerðir fólksins væru skaðlegar enda byggðar á tilfinningum en ekki óflekkaðri rökhyggju. En það væri samt Vúlkaninn sem væri í ruglinu. Það er til margs konar klapp. Á Ítalíu klappa menn fyrir látnu fólki, ekki til að hvetja hinn látna til að deyja meira og flottar, heldur til að lýsa virðingu. Þeir sem klappa fyrir fólki sem hrakist hefur frá heimkynnum sínum eru að sama skapi ekki að gera annað en að lýsa yfir velþóknun á því fólki sem klappað er fyrir. Matur og húsaskjól skipta máli en líka að einhverjum þyki maður einhvers virði. Það er vel hægt að gagnrýna það fyrirkomulag sem ýtir mönnum út í gúmmíbáta, án þess að þurfa hnýta í þá sem lítið hafa um það fyrirkomulag að segja en reyna þó að láta hrjáðu fólki líða eins og það sé velkomið. Því auðvitað er það fallegt. Og mennskt.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun