Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 6-0 sigri Real Madrid á Espanyol í spæsnku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ronaldo skoraði fyrsta markið eftir sjö mínútna leik og tíu mínútum síðar tvöfaldaði hann forystun af vítapunktinum. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 20. mínútu.
Benzema bætti við einu marki fyrir hlé og staðan 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Ronaldo við tveimur mörkum; einu á 61. mínútu og fimmta mark Ronaldo kom á 81. mínútu. Magnaður.
Real með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en þeir hafa skorað ellefu mörk og ekki fengið neitt einasta á sig.
