Hjörtur: Kassim Doumbia er svindlari | Sjáðu umræðuna um atvik gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 14:45 „Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
„Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01
Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn