Ungverjar loka landamærunum að Serbíu Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 16:06 Þessum gaddavírsklædda gámi verður komið fyrir á landamærunum til að hindra straum flóttafólks frá Serbíu til Ungverjalands. Vísir/EPA Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57