Albert Guðmundsson, unglingalandsliðsmaður í fótbolta, var í byrjunarliði U19 ára liðs PSV Eindhoven í dag þegar liðið mætti Manchester United á heimavelli í Meistaradeild ungmenna 19 ára og yngri.
Sömu lið eru í riðlunum í unglingameistaradeildinni og hjá stóru strákunum, en PSV og Manchester United mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45 í kvöld.
Ungu United-strákarnir pökkuðu Alberti og félögum saman í dag, 3-0. Mörkin skoruðu Callum Gribbin og Marcus Rashford (2).
Albert fór af velli á 68. mínútu, eftir að United skoraði þriðja markið. PSV missti svo mann af velli á 78. mínútu.
Albert gekk í raðir PSV frá Heerenveen í sumar, en hann er í 25 manna leikmannahópi aðalliðs PSV í Meistaradeildinni.
Albert og félagar fengu skell gegn Manchester United
Tómas Þór Þórðarson skrifar
