Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00