Merkel ver stefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. september 2015 07:00 Flóttafólk á vappi Serbíumegin landamæranna, en ungverska lögreglan bíður hinum megin albúin þess að handtaka hvern þann sem reynir að komast yfir eða undir girðinguna miklu. NordicPhotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira