Vonast til að fá iPhone 6S til Íslands í október Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Nýr iPhone kynntur Nýjasti sími Apple hefur rokið út í forsölu. Vísir/Getty Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn. Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn.
Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira