Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili og Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, náðu sér ekki á strik í gær á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Þórður Rafn sem er Íslandsmeistari í höggleik og Axel sem er Íslandsmeistari í holukeppni eru einu Íslendingarnir sem taka þátt í mótinu sem fer fram í Þýskalandi.
Ólafur Björn Loftsson, GKG, tekur þátt á fyrsta stigi í Frakklandi á næstu vikum en Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fer beint inn á annað stig.
Hringur gærdagsins var sveiflukenndur hjá báðum kylfingum en Axel lék fyrri níu holurnar á pari með tvo fugla og tvo skolla. Þórður lék fyrri níu holum vallarins sömuleiðis með tvo skolla en enga fugla.
Þórður bætti við öðrum þremur skollum á seinni níu holum vallarins en nældi í fugl og lauk leik á 76 höggum, fjórum yfir pari. Axel fékk einn skolla á seinni níu og lauk leik á einu höggi yfir pari.
Efstu 22 kylfingarnir komast á næsta stig úrtökumótsins en Axel er í 35-40. sæti eftir fyrsta dag og Þórður er í 58-70. sæti.
Axel og Þórður náðu sér ekki á strik á fyrsta degi
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn