Paul Pogba, miðjumaður Juventus, verður besti knattspyrnumaður í heimi í framtíðinni að mati Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvarðar Manchester United og enska landsliðsins.
Pogba hefur slegið í gegn hjá Juventus og er einn eftirsóttasti leikmaður heims, en Barcelona sóttist hart eftir honum í sumar.
„Hann hefur karakterinn til að verða sá besti,“ sagði Ferdinand í myndveri BT Sport í gærkvöldi, nýju heimili Meistaradeildarinnar á Englandi.
„Ég held virkilega að Pogba verði sá besti í heiminum eftir þrjú til fjögur ár. Hann hefur persónuleikann og hungrið til að verða sá besti.“
Pogba var áður á mála hjá Manchester United þar sem Ferdinand kynntist honum vel sem knattspyrnumanni.
„Hann æfir rosalega vel og hefur trú á sjálfum sér sem ekki margir hafa. Hugsanlega getur hann unnið gullboltann á næstu árum,“ sagði Rio Ferdinand.
Rio: Pogba verður bestur í heimi
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn



Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn


Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
