Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ ingvar haraldsson skrifar 16. september 2015 11:09 Bjarni Benediktsson gagnrýndi að ríkisforstjórar væru í sumum tilfellum á lægri launum en undirmenn sínir. vísir/gva „Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“ Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
„Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“
Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira