Nýtt stýrikerfi Apple kemur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 17:45 Margir hafa beðið spenntir eftir þessari uppfærslu. Vísir/Getty Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot
Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira