Nýtt stýrikerfi Apple kemur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 17:45 Margir hafa beðið spenntir eftir þessari uppfærslu. Vísir/Getty Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eigendur iPhone og iPad geta nú uppfært stýrikerfið í tækjunum sínum því að klukkan 17.00 að íslenskum tíma í dag var nýjasta stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki gefið út, hið svokallaða iOS9. Ýmsar nýjungar fylgja nýja stýrikerfinu. Ber þar helst að nefna uppfærslu á Siri, talgervli Apple, sem á að vera orðinn betri í að skilja það sem notendur eru að segja. Einnig munu tækin nú leggja á minnið þau smáforrit sem helst eru notuð og birta þau í sérstökum glugga, notendum til hægðarauka.Sérstakt fréttasmáforrit og orkusparandi stilling meðal nýjunga Nýtt smáforrit, News, fylgir með sem, eins og nafnið gefur til kynna, mun safna saman fréttum og getur hver og einn notandi sniðið fréttaveituna eftir eigin höfði. Í nýrri útgáfum af iPad-spjaldtölvunum verður hægt að nýta sér tvö smáforrit í einu með því að skipta skjánum í tvennt. Jafnframt geta notendur stillt á orkusparandi stillingu sem mun spara notkun á rafhlöðum tækjanna. Apple segir að þessi stilling geti bætt allt að þremur tímum við endingu hverrar hleðslu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim tækjum sem geta tekið á móti iOS9. Þetta eru sömu tæki og gátu tekið á móti síðasta stýrikerfi þannig að þeir notendur sem eiga Apple-snjalltæki sem notast við iOS8 stýrikerfið ættu að geta uppfært í iOS9.Á tæknisíðunni Einstein.is má finna ýmis gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga áður en að ráðist er í uppfærslu í iOS9.Þetta eru tækin sem styðja ios9.Skjáskot
Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira