Segir Vesturlönd bera sökina Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2015 09:00 Assad Sýrlandsforseti nýtur stuðnings í Rússlandi. NordicPhotos/AFP Rússneska sjónvarpsstöðin RT sendi í gær út viðtal við Basher al Assad Sýrlandsforseta, þar sem hann segir að Vesturlönd verði að hætta að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Hann segir það vestrænan áróður að flóttafólkið frá Sýrlandi sé að flýja stjórn sína, heldur sé það á flótta undan hryðjuverkamönnum sem hafi stuðning Vesturlanda. „Það er eins og Vesturlönd séu nú að gráta á flóttamennina með öðru auganu en miða vélbyssum á þá með hinu,“ sagði Assad í viðtalinu. Rússnesk stjórnvöld hafa stutt Assad og veitt honum ýmiss konar hernaðaraðstoð, nú síðast með uppbyggingu herstöðvar. Þau hvetja Vesturlönd til að veita stjórnarher Assads liðsinni í baráttu við hryðjuverkasveitir. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst brátt kynna þessa tillögu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin segja Assad hins vegar fyrir löngu hafa misst allan trúverðugleika. Uppreisn gegn stjórn Assads hófst í Sýrlandi vorið 2011, þegar „arabíska vorið“ svonefnda var í hámarki. Assad tók strax til við að segja hryðjuverkamenn standa að baki mótmælunum og sendi herlið sitt til að berja þá niður af fullri hörku. Þegar átök hörðnuðu tóku hópar herskárra íslamista og hryðjuverkamanna að hreiðra um sig í landinu. Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Rússneska sjónvarpsstöðin RT sendi í gær út viðtal við Basher al Assad Sýrlandsforseta, þar sem hann segir að Vesturlönd verði að hætta að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Hann segir það vestrænan áróður að flóttafólkið frá Sýrlandi sé að flýja stjórn sína, heldur sé það á flótta undan hryðjuverkamönnum sem hafi stuðning Vesturlanda. „Það er eins og Vesturlönd séu nú að gráta á flóttamennina með öðru auganu en miða vélbyssum á þá með hinu,“ sagði Assad í viðtalinu. Rússnesk stjórnvöld hafa stutt Assad og veitt honum ýmiss konar hernaðaraðstoð, nú síðast með uppbyggingu herstöðvar. Þau hvetja Vesturlönd til að veita stjórnarher Assads liðsinni í baráttu við hryðjuverkasveitir. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst brátt kynna þessa tillögu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin segja Assad hins vegar fyrir löngu hafa misst allan trúverðugleika. Uppreisn gegn stjórn Assads hófst í Sýrlandi vorið 2011, þegar „arabíska vorið“ svonefnda var í hámarki. Assad tók strax til við að segja hryðjuverkamenn standa að baki mótmælunum og sendi herlið sitt til að berja þá niður af fullri hörku. Þegar átök hörðnuðu tóku hópar herskárra íslamista og hryðjuverkamanna að hreiðra um sig í landinu.
Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira