Jason Day var í sérflokki á fyrsta hring á BMW meistaramótinu sem hófst í kvöld en hann er á samtals tíu höggum undir pari.
Day náði aðeins að klára 17 holur á Conway Fields velllinum vegna veðurs sem frestaði leik en hann mun því klára hringinn á morgun og leika 19 holur.
Í öðru sæti er Daniel Berger á sex höggum undir pari en nokkrir deila þriðja sætinu á fimm undir, meðal annars Jordan Spieth sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á annarri holu með mögnuðu höggi.
Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék einnig vel á fyrsta hring en hann var á þremur höggum undir pari eftir 12 holur þegar að leik var hætt og virðist alveg vera búin að ná sér af ökklameiðlsunum sem héldu honum frá golfleik í ágústmánuði.
Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Jason Day í sérflokki á BMW meistaramótinu

Mest lesið

Hrókeringar í markmannsmálum Man City
Enski boltinn

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Íslenski boltinn






Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn

