Ferðamenn eyddu 650 milljónum í skyndibita í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 14:03 Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Vísir/Pjetur Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent