Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Ritstjórn skrifar 18. september 2015 16:15 skjáskot Sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz frumsýndi á dögunum auglýsingaherferð sem leggur áherslu á mikilvægi þess að endurvinna fatnað. Það er enginn annar en Iggy Pop sem talar undir auglýsingunni þar sem farið er yfir þau boð og bönn sem hafa einkennt tískuheiminn í gegnum tíðina. Til dæmis að bannað sé að blanda saman litunum rauðum og bleikum, vera í sokkum og sandölum, fara í brúna skó eftir klukkan 18, vera með hatt innandyra, vera ber að ofan, vera of snyrtilegur, vera of til hafður, og svo framvegis. Það má segja að auglýsingin varpi ljósi á fáranleika þessara "reglna" en í lokinn kemur texti sem segir einfaldlega "Það er aðeins ein regla þegar kemur að tísku: endurvinnum fötin okkar" Það verður að teljast ansi gott að verslanarisinn taki þátt í umræðunni um endurvinnslu enda hafa þeir verðir gagnrýndir fyrir einkar óumhverfisvæna framleiðsluhætti. Nú hvetja þeir viðskiptavini sína að koma með föt sem þeir hafa ekki not fyrir lengur í búðina til sín og þeir sjá um að endurvinna fatnaðinn. Vonandi er þetta skref í rétta átt - fyrir okkur öll! Glamour Tíska Mest lesið Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Nær skautadrottningunni umdeildu vel Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Best klæddu hundarnir á Webby verðlaununum Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Yeezy Boost 350 V2 munu fást í Húrra Reykjavík Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour
Sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz frumsýndi á dögunum auglýsingaherferð sem leggur áherslu á mikilvægi þess að endurvinna fatnað. Það er enginn annar en Iggy Pop sem talar undir auglýsingunni þar sem farið er yfir þau boð og bönn sem hafa einkennt tískuheiminn í gegnum tíðina. Til dæmis að bannað sé að blanda saman litunum rauðum og bleikum, vera í sokkum og sandölum, fara í brúna skó eftir klukkan 18, vera með hatt innandyra, vera ber að ofan, vera of snyrtilegur, vera of til hafður, og svo framvegis. Það má segja að auglýsingin varpi ljósi á fáranleika þessara "reglna" en í lokinn kemur texti sem segir einfaldlega "Það er aðeins ein regla þegar kemur að tísku: endurvinnum fötin okkar" Það verður að teljast ansi gott að verslanarisinn taki þátt í umræðunni um endurvinnslu enda hafa þeir verðir gagnrýndir fyrir einkar óumhverfisvæna framleiðsluhætti. Nú hvetja þeir viðskiptavini sína að koma með föt sem þeir hafa ekki not fyrir lengur í búðina til sín og þeir sjá um að endurvinna fatnaðinn. Vonandi er þetta skref í rétta átt - fyrir okkur öll!
Glamour Tíska Mest lesið Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Nær skautadrottningunni umdeildu vel Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Best klæddu hundarnir á Webby verðlaununum Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Yeezy Boost 350 V2 munu fást í Húrra Reykjavík Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour