Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 22-19 | Akureyri enn án stiga Guðmundur Marinó Ingvarsson í N1-höllinni skrifar 19. september 2015 00:01 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/vilhelm Afturelding lagði Akureyri 22-19 í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í dag á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. Varnarleikur var í aðalhlutverki í dag en Afturelding lék heilt yfir betri sóknarleik og það réð úrslitum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Hvorugt liðið náði sér á strik sóknarlega en af ekki af sömu ástæðu.Hreiðar Leví Guðmundsson fór á kostum í marki Akureyrar og urðu heimamenn hreinlega hræddir við hann því þeir virtust ekki þora að skjóta á markið er leið á fyrri hálfleikinn. Hjá Akureyri voru það gestirnir sem voru sjálfum sér verstir í sókninni. Ráðleysi einkenndi flestar aðgerðir og virtist liðið hreinlega skorta getu til að spila sóknarleik í efstu deild í handbolta á Íslandi. Það sem hélt Akureyri inni í leiknum allan leikinn var mjög góður varnarleikur og frábær markvarsla. Liðið skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og ef liðið hefði ekki leikið eins vel í hröðum sóknum og raun bar vitni hefði markaskor liðsins getað orðið neyðarlegt. Akureyri þarf að ná að bæta sóknarleik sinn mikið er líður á leiktíðina ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni en þetta var aðeins þriðja umferð tímabilsins og þó liðið sé enn án stiga er engin ástæða til að örvænta ennþá. Með frábær markverði fyrir aftan sterka vörn og vel skiplögð hraðaupphlaup getur liðið náð í stig og finni liðið takt í sóknarleiknum getur orðið erfitt við það að eiga. Spurningin er bara hvort leikmannahópurinn sé nógu góður til að snúa sóknarleiknum til betri vegar. Sigur Aftureldingar var í raun naumur þó lítil spenna hafi verið í leiknum síðustu mínútur leiksins. Heimamenn léku mjög vel í vörninni en áttu erfitt með að sigrast á Hreiðari Leví. Leikmenn liðsins gáfust þó aldrei upp, þorðu að láta vaða á markið á sama tíma og gestirnir misstu trúna seint í leiknum. Afturelding hefur unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum en Akureyri er stigalaust á botni deildarinnar. Einar Andri: Mjög ánægður með fjögur stig.„Þetta skánaði er leið á seinni hálfleikinn en heilt yfir var þetta ekki gott í dag,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Fyrstu leikirnir eru erfiðir. Það eru allir að reyna að tína inn þessi stig. Spilamennskan skiptir í sjálfu sér ekkert svakalegu máli því það er tími til að bæta hana.“ Það er fátt sem kom Einari Andra á óvart við spilamennsku Akureyrar og bjóst hann alltaf við erfiðum leik þrátt fyrir erfiða byrjun gestanna á Íslandsmótinu. „Þetta var svipað og ég bjóst við. Við vissum að þeir væru særðir og myndu selja sig dýrt. „Hreiðar var frábær í markinu. Við sköpuðum okkur fín færi en náðum ekki að nýta þau. Þetta verður ströggl þegar markvarslan hinum megin er svona góð en spilamennskan var samt sem áður ekki góð,“ sagði þjálfarinn. Einar Andri er ánægður með byrjun mótsins hjá Afturelding og þá ekki síst í ljósi áfalla sem dundur yfir liðið í sumar. „Liðið frá því 10. júlí er gjörbreytt. Örn Ingi (Bjarkason) fer seint. Svo meiðist Elvar (Ásgeirsson) og Birkir (Benediktsson) og Árni (Bragi Eyjólsson) voru meiddir. „Við glötuðum þremur vikum af undirbúningi og ég er því mjög ánægður með fjögur stig. Það var ekki sjálfgefið að við værum með það eftir þrjá leiki. Við þurfum að hafa mjög mikið fyrir hverjum sigri og við erum meðvitaðir um það. „Okkar langar að hanga í efri hlutanum og við lögðum þennan leik upp sem einn af leikjunum til að stimpla sig þangað inn. „Ég var mjög ánægður með vörnina. Við breyttum aðeins áherslum og mér fannst hún frábær. Skotnýtingin utan af velli var einhver 30% hjá skyttunum. „Með þessa markvörslu hjá Hreiðari og þessa skotnýtingu hjá okkur þá hlýtur vörnin að hafa verið frábær og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það,“ sagði Einar Andri en fyrir aftan góða vörnina lék Davíð Svansson afar vel í marki Mosfellinga. Sverre: Menn þurfa að axla ábyrgð„Sóknarleikurinn var mjög erfiður allan tímann hjá okkur en vinnuframlagið var til fyrirmyndar,“ sagði Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar. „Strákarnir geisluðu af vilja og metnaða og því miður fengum við ekki launað í samræmi við það. „Varnarleikurinn var mjög góður á stórum köflum en við áttum í erfiðleikum sóknarlega.“ Ætli Akureyri að halda sér uppi og komast í úrslitakeppnina þarf liðið að finna lausnir á sóknarleiknum. „Við erum að vinna í þessu dag frá degi. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er það sem við þurfum að einblína á í dag. „Menn þurfa að axla ábyrgð og fylla í þau skörð sem þarf að fylla og taka þetta til sín. Menn þurfa að skjóta á markið og láta finna fyrir sér. Það eru margir sem eru að gera það og svo eru aðrir sem þurfa aðeins að pikka upp hraðann.“ Akureyri missti reynda lykilmenn í sumar og náði lítið sem ekkert að styrkja sig. Það setur óneitnalega svip sinn á leik liðsins. „Það þurfa fleiri að draga vagninn. Ef við horfum á breytingum sem varð á liðinu þá vitum við það að það eru nýir og ungir menn að fá sinn séns og við treystum þeim. Þeir þurfa tíma og það er ekki hægt að ætlast til þess að það gangi einn, tveir og þrír. Flestir menn hafa fengið tíma. „Það eru mjög margir að stíga sín fyrstu skref með stór hlutverk og ég treysti þeim fullkomlega. Þó það hafi ekki tekist í dag þá förum við ekki á taugum. „Ég vil gera þá að betri handboltamönnum og hvort það taki einn leik eða heila leiktíð, þá verður bara unnið markvisst að því. Þetta tekur tíma,“ sagði Sverre. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Afturelding lagði Akureyri 22-19 í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í dag á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. Varnarleikur var í aðalhlutverki í dag en Afturelding lék heilt yfir betri sóknarleik og það réð úrslitum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Hvorugt liðið náði sér á strik sóknarlega en af ekki af sömu ástæðu.Hreiðar Leví Guðmundsson fór á kostum í marki Akureyrar og urðu heimamenn hreinlega hræddir við hann því þeir virtust ekki þora að skjóta á markið er leið á fyrri hálfleikinn. Hjá Akureyri voru það gestirnir sem voru sjálfum sér verstir í sókninni. Ráðleysi einkenndi flestar aðgerðir og virtist liðið hreinlega skorta getu til að spila sóknarleik í efstu deild í handbolta á Íslandi. Það sem hélt Akureyri inni í leiknum allan leikinn var mjög góður varnarleikur og frábær markvarsla. Liðið skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og ef liðið hefði ekki leikið eins vel í hröðum sóknum og raun bar vitni hefði markaskor liðsins getað orðið neyðarlegt. Akureyri þarf að ná að bæta sóknarleik sinn mikið er líður á leiktíðina ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni en þetta var aðeins þriðja umferð tímabilsins og þó liðið sé enn án stiga er engin ástæða til að örvænta ennþá. Með frábær markverði fyrir aftan sterka vörn og vel skiplögð hraðaupphlaup getur liðið náð í stig og finni liðið takt í sóknarleiknum getur orðið erfitt við það að eiga. Spurningin er bara hvort leikmannahópurinn sé nógu góður til að snúa sóknarleiknum til betri vegar. Sigur Aftureldingar var í raun naumur þó lítil spenna hafi verið í leiknum síðustu mínútur leiksins. Heimamenn léku mjög vel í vörninni en áttu erfitt með að sigrast á Hreiðari Leví. Leikmenn liðsins gáfust þó aldrei upp, þorðu að láta vaða á markið á sama tíma og gestirnir misstu trúna seint í leiknum. Afturelding hefur unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum en Akureyri er stigalaust á botni deildarinnar. Einar Andri: Mjög ánægður með fjögur stig.„Þetta skánaði er leið á seinni hálfleikinn en heilt yfir var þetta ekki gott í dag,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Fyrstu leikirnir eru erfiðir. Það eru allir að reyna að tína inn þessi stig. Spilamennskan skiptir í sjálfu sér ekkert svakalegu máli því það er tími til að bæta hana.“ Það er fátt sem kom Einari Andra á óvart við spilamennsku Akureyrar og bjóst hann alltaf við erfiðum leik þrátt fyrir erfiða byrjun gestanna á Íslandsmótinu. „Þetta var svipað og ég bjóst við. Við vissum að þeir væru særðir og myndu selja sig dýrt. „Hreiðar var frábær í markinu. Við sköpuðum okkur fín færi en náðum ekki að nýta þau. Þetta verður ströggl þegar markvarslan hinum megin er svona góð en spilamennskan var samt sem áður ekki góð,“ sagði þjálfarinn. Einar Andri er ánægður með byrjun mótsins hjá Afturelding og þá ekki síst í ljósi áfalla sem dundur yfir liðið í sumar. „Liðið frá því 10. júlí er gjörbreytt. Örn Ingi (Bjarkason) fer seint. Svo meiðist Elvar (Ásgeirsson) og Birkir (Benediktsson) og Árni (Bragi Eyjólsson) voru meiddir. „Við glötuðum þremur vikum af undirbúningi og ég er því mjög ánægður með fjögur stig. Það var ekki sjálfgefið að við værum með það eftir þrjá leiki. Við þurfum að hafa mjög mikið fyrir hverjum sigri og við erum meðvitaðir um það. „Okkar langar að hanga í efri hlutanum og við lögðum þennan leik upp sem einn af leikjunum til að stimpla sig þangað inn. „Ég var mjög ánægður með vörnina. Við breyttum aðeins áherslum og mér fannst hún frábær. Skotnýtingin utan af velli var einhver 30% hjá skyttunum. „Með þessa markvörslu hjá Hreiðari og þessa skotnýtingu hjá okkur þá hlýtur vörnin að hafa verið frábær og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það,“ sagði Einar Andri en fyrir aftan góða vörnina lék Davíð Svansson afar vel í marki Mosfellinga. Sverre: Menn þurfa að axla ábyrgð„Sóknarleikurinn var mjög erfiður allan tímann hjá okkur en vinnuframlagið var til fyrirmyndar,“ sagði Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar. „Strákarnir geisluðu af vilja og metnaða og því miður fengum við ekki launað í samræmi við það. „Varnarleikurinn var mjög góður á stórum köflum en við áttum í erfiðleikum sóknarlega.“ Ætli Akureyri að halda sér uppi og komast í úrslitakeppnina þarf liðið að finna lausnir á sóknarleiknum. „Við erum að vinna í þessu dag frá degi. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er það sem við þurfum að einblína á í dag. „Menn þurfa að axla ábyrgð og fylla í þau skörð sem þarf að fylla og taka þetta til sín. Menn þurfa að skjóta á markið og láta finna fyrir sér. Það eru margir sem eru að gera það og svo eru aðrir sem þurfa aðeins að pikka upp hraðann.“ Akureyri missti reynda lykilmenn í sumar og náði lítið sem ekkert að styrkja sig. Það setur óneitnalega svip sinn á leik liðsins. „Það þurfa fleiri að draga vagninn. Ef við horfum á breytingum sem varð á liðinu þá vitum við það að það eru nýir og ungir menn að fá sinn séns og við treystum þeim. Þeir þurfa tíma og það er ekki hægt að ætlast til þess að það gangi einn, tveir og þrír. Flestir menn hafa fengið tíma. „Það eru mjög margir að stíga sín fyrstu skref með stór hlutverk og ég treysti þeim fullkomlega. Þó það hafi ekki tekist í dag þá förum við ekki á taugum. „Ég vil gera þá að betri handboltamönnum og hvort það taki einn leik eða heila leiktíð, þá verður bara unnið markvisst að því. Þetta tekur tíma,“ sagði Sverre.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira