Um er að ræða samstarfverkefni Wang og samtakana Do Something þar sem fatahönnuðurinn hannaði stuttermaboli og hettupeysu en allur ágóðinn rennur til samtakanna.
Til að gulltryggja söluna á fatnaðinum fékk Wang til liðs við 38 af skærustu stjörnum heims til að sitja fyrir í herferðinni sem er skotin af ljósmyndaranum Steven Klein í svarthvítu. Meðal þeirra sem sitja fyrir hjá Wang eru Kim Kardashian, Rod Stewart, Lauren Hutton, Kanye West, Pamela Anderson, Cara Delevingne og margir fleiri.
Hægt er að kaupa bolina á vefsíðu Wang hér. Neðst í fréttinni má finna myndbönd frá tökunum.






Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.