Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, kom aðeins inn á tónlist á blaðamannafundinum á Amsterdam Arena í morgun. Lars valdi lagið You Win Again með bresk-áströlsku sveitinni Bee Gees fyrir peppmyndband í aðdraganda 2-1 sigursins á Tékkum. Honum fannst lagið passa vel við myndbandið en var þó ekki viss hvort okkar menn þekktu lagið enda ekki fæddir þegar það var samið.
Sá sænski reiknaði ekki með því að koma að lagavalinu fyrir peppmyndbandið sem Dagur Sveinn Dagbjartsson er með í smíðum fyrir leikinn á morgun. Aðspurður sagði hann þó að tónlistin sem strákarnir spila í klefanum fyrir leiki væri hræðilega.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem einnig sat fundinn, var fljótur að skjóta inn að það væri ekki notast við hans tónlist í klefanum.
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega

Tengdar fréttir

Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum.