Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi í Amsterdam í morgun að tónlistin sem íslensku landsliðsmennirnir spiluðu inni í klefa fyrir leik væri hræðileg, að hans mati. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem sat við hlið þess sænska, svór fyrir að hann kæmi ekki nálægt tónlistarvalinu.
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, deildi með blaðamanni Vísis hver bæri ábyrgð á tónlistarvalinu.
„Það er eiginlega Jói Berg,“ segir Ragnar.
Einhvern tímann hafi reyndar Jóhann Berg verið fjarverandi í landsliðsferð en ekkert hafi batnað.
„Það hafa verið einhverjir gesta DJ-ar þegar hann var ekki en ekkert skánaði. Þetta er alveg rétt. Tónlistin er ekki nógu góð,“ segir Raggi.
Aðspurður hvers vegna hann láti bjóða sér þetta og taki ekki hreinilega yfir tónlistina segist hann ekki alveg vita hvað hann ætti að spila.
„Ef ég settist niður og gerði playlista yrði það pottþétt betra en það sem er í gangi núna.“
Raggi sammála Lars: Segir Jóa Berg ábyrgan fyrir tónlistinni hræðilegu
Tengdar fréttir

Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM
Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið.

Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi.