Víðsýnin við völd í Færeyjum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. september 2015 19:30 Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag. Hinsegin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag.
Hinsegin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent