Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 07:30 Rúrik með augun á boltanum á æfingu landsliðsins í vikunni. Vísir/Valli Rúrik Gíslason er ánægður með vistaskiptin frá FC Kaupmannahöfn yfir til Nürnberg í Þýskalandi í sumar. Hann segir mikinn áhuga á fótbolta í Þýskalandi, margir mæti bæði á leiki og æfingar. Þá hafi liðsfélagarnir tekið honum vel. „Ég finn fyrir mikilli virðingu frá þeim og er mjög ánægður með þetta,“ segir Rúrik en liðsfélagar hans eru, eins og svo víða, alls staðar að úr Evrópu Nürnberg situr í 10. sæti af 18 liðum í b-deildinni í Þýskalandi. Rúrik hefur spilað alla leikina og segir ástandið á sér frábært. „Það er mikið æft í Þýskalandi sem hentar mér ágætlega. Ég held ég sé að græða á því og hef sjaldan verið í betra formi.“Rúrik Gíslason hefur þakkað fyrir sig hjá FCK.vísir/gettyMun ekki fara í fýlu Emil Hallfreðsson glímir við meiðsli og einn möguleikinn er sá að Rúrik komi inn á kantinn í hans stað. Hvað heldur hann? „Ég hef svo sem enga tilfinningu fyrir þessu en gef alltaf kost á mér. Lars og Heimir hafa ekki stigið feilspor í þessari keppni þannig að ég treysti þeim fullkomlega til að velja rétta liðið. Það verður að koma í ljós hvort ég er í því eða ekki. Hvort sem er mun ég ekki fara í neina fýlu.“ Eðli málsins samkvæmt fær um hálfur hópurinn ekki að byrja inn á í leiknum á morgun. Allir nema þrír á bekknum munu ekkert koma við sögu. Leikmenn á borð við Eið Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason komu ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Tékklandi. „Það er alltaf talað um að það sé martröð fótboltamannsins að sitja á bekknum. Við erum bara með svo skýr markmið og erum að vinna að þeim sem hópur. Það nennir enginn að fylgjast með einhvejrum í fýlu,“ segir Rúrik. Mikilvægt sé að halda haus og muna að allir séu saman í þessu. Nýtur stundanna með strákunum Aðspurður hvernig hann stytti sér stundir á milli æfinga og funda með þjálfurum segist Rúrik bara njóta tímans sem hann fái með strákunum. „Svo erum við Aron (Einar Gunnarsson) að horfa á fína seríu, Narcos um Pablo Escobar. Hún hefur stytt okkur stundirnar hingað til. En þetta er stutt ferð þannig séð og mönnum leiðist ekkert.“ Rúrik segir landsliðshópinn orðinn mjög rótgróinn enda margir leikmenn þar verið lengi saman. „Þetta er svo heimilislegt sem gerist svo sjaldan hjá félagsliðum jafnvel þótt þú sért með þeim á hverjum einasta degi. Hérna ertu búinn að vera í sjö til átta ár, saman í u17, u19 og u21. Allt sömu strákarnir sem eru orðnir mjög nánir vinir manns.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Rúrik Gíslason er ánægður með vistaskiptin frá FC Kaupmannahöfn yfir til Nürnberg í Þýskalandi í sumar. Hann segir mikinn áhuga á fótbolta í Þýskalandi, margir mæti bæði á leiki og æfingar. Þá hafi liðsfélagarnir tekið honum vel. „Ég finn fyrir mikilli virðingu frá þeim og er mjög ánægður með þetta,“ segir Rúrik en liðsfélagar hans eru, eins og svo víða, alls staðar að úr Evrópu Nürnberg situr í 10. sæti af 18 liðum í b-deildinni í Þýskalandi. Rúrik hefur spilað alla leikina og segir ástandið á sér frábært. „Það er mikið æft í Þýskalandi sem hentar mér ágætlega. Ég held ég sé að græða á því og hef sjaldan verið í betra formi.“Rúrik Gíslason hefur þakkað fyrir sig hjá FCK.vísir/gettyMun ekki fara í fýlu Emil Hallfreðsson glímir við meiðsli og einn möguleikinn er sá að Rúrik komi inn á kantinn í hans stað. Hvað heldur hann? „Ég hef svo sem enga tilfinningu fyrir þessu en gef alltaf kost á mér. Lars og Heimir hafa ekki stigið feilspor í þessari keppni þannig að ég treysti þeim fullkomlega til að velja rétta liðið. Það verður að koma í ljós hvort ég er í því eða ekki. Hvort sem er mun ég ekki fara í neina fýlu.“ Eðli málsins samkvæmt fær um hálfur hópurinn ekki að byrja inn á í leiknum á morgun. Allir nema þrír á bekknum munu ekkert koma við sögu. Leikmenn á borð við Eið Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason komu ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Tékklandi. „Það er alltaf talað um að það sé martröð fótboltamannsins að sitja á bekknum. Við erum bara með svo skýr markmið og erum að vinna að þeim sem hópur. Það nennir enginn að fylgjast með einhvejrum í fýlu,“ segir Rúrik. Mikilvægt sé að halda haus og muna að allir séu saman í þessu. Nýtur stundanna með strákunum Aðspurður hvernig hann stytti sér stundir á milli æfinga og funda með þjálfurum segist Rúrik bara njóta tímans sem hann fái með strákunum. „Svo erum við Aron (Einar Gunnarsson) að horfa á fína seríu, Narcos um Pablo Escobar. Hún hefur stytt okkur stundirnar hingað til. En þetta er stutt ferð þannig séð og mönnum leiðist ekkert.“ Rúrik segir landsliðshópinn orðinn mjög rótgróinn enda margir leikmenn þar verið lengi saman. „Þetta er svo heimilislegt sem gerist svo sjaldan hjá félagsliðum jafnvel þótt þú sért með þeim á hverjum einasta degi. Hérna ertu búinn að vera í sjö til átta ár, saman í u17, u19 og u21. Allt sömu strákarnir sem eru orðnir mjög nánir vinir manns.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44
Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00