Fáum við mark númer átján á Amsterdam Arena? Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Kolbeinn á æfingu á Amsterdam Arena í gær. Vísir/Valli Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30