Helén Eke, varnarmaður Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna, skoraði afar skrautlegt sjálfsmark í leik Örebro á þriðjudaginn.
Leikurinn var ekki þriggja mínútna gamall þegar Eke negldi boltanum í eigið net þegar hún ætlaði að hreinsa í horn. Sjálfsmörkin gerast ekki öruggari en þetta.
Þetta var fyrsta mark leiksins, en Örebro, sem er í sjötta sæti deildarinnar, vann leikinn, 3-1. Hammarby er í ellefta sætinu, því næst neðsta, með þrettan stig.
Þetta skrautlega sjálfsmark má sjá hér að ofan.

