Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 mun Jón Daði Böðvarsson vera í byrjunarliði íslenska landsliðsins í dag við hlið Kolbeins Sigþórssonar. Er það eina breytingin á byrjunarliði íslenska liðsins frá leiknum gegn Tékklandi í júní.
Mun varnarlínan sem hefur staðið sig vel í undanförnum leikjum halda áfram. Þýðir það að Birkir Már Sævarsson er í hægri bakverðinum en ekki Theódór Elmar Bjarnason sem stóð vaktina í fyrri leik Íslands og Hollands.
Á miðjunni verða þeir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson og á köntunum verða þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason.
Í fremstu víglínu verða síðan þeir Kolbeinn og Jón Daði en gera má ráð fyrir að Jón Daði verði örlítið aftan en Kolbeinn.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
