Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi á heimavelli í kvöld en jöfnunarmark Lettlands kom í uppbótartíma. Tyrkland situr því áfram í 4. sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins þegar þrjár umferðir eru eftir.
Leikmenn Tyrklands vissu fyrir leikinn að allt annað en sigur í kvöld þýddi að sæti á EM næsta sumar væri fjarlægur draumur. Var því veruleg pressa á Tyrkjum eftir að hafa aðeins náð í jafntefli í Lettlandi.
Heimamenn í Tyrklandi voru mun betri aðilinn í leiknum en þeim tókst ekki að koma boltanum í netið fyrr en rétt undir lok leiksins þegar Selcuk Inan skoraði eftir góðan undirbúning Arda Turan.
Lettland náði að jafna metin þegar Valerijs Sabala stýrði boltanum í netið á 93. mínútu.
Tyrkland náði aðeins jafntefli gegn Lettlandi
