Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:07 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í sögulega sigrinum í Amsterdam í kvöld. „Auðvitað er þetta pínu absúrd og kannski betra en við áttum von á en miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér við aldrei í hættu,“ sagði Eiður ánægður með dagsverkið í leikslok. Vissulega voru þeir appelsínugulu meira með boltann en það vissu þeir fyrir fram. „Það voru atvik sem breyttu leiknum, Robben fór útaf sem breytti þeirra leikstíl enda mikilvægur fyrir þá, rauða spjaldið og auðvitað vítið,“ segir framherjinn um augnablikin sem breyttu leiknum. Eiður segist hafa fylgst með hollenskkum miðlum sem kröfðust sigurs og bentu á að sigurinn þyrfti ekki að vera fallegur. „Þegar við vorum komnir í 1-0 vissum við að þetta þyrfti ekki að vera fallegt,“ segir Eiður. Hann er afar sáttur með það hvernig íslenska liðið náði að notfæra sér stöðuna. Öll pressan var á Hollendingum. „Þeir þurftu að koma með flugeldasýningu til að fá mannskapinn með líka. Það var kominn pirringur í stuðningsmenn þegar þeir sáu í hvað stefndi.“ Aðspurður um hvort úrslitin séu þau bestu í sögu karlalandsliðsins segir Eiður: „Ég held að þetta séu pottþétt stærstu úrslitin. Ef við hefðum horft á riðilinn og sagst ætla að taka sex stig af Hollendingum hefðu ekki margir haft trú á því.“ Eiður segir liðið í dag rosalega gott en það sé ekki eins og það sé skipað ungum strákum. „Fólk áttar sig ekki á að þetta eru engir smástrákar. Þetta eru 25 og 26 ára gamlir strákar og eru með mikla reynslu. Hafa spilað marga landsleiki. Auðvitað munum við eftir þessari kynslóð sem litlu strákunum okkar sem fóru á EM en þetta eru löngu orðnir karlmenn.“ Íslandi dugar stig á heimavelli gegn Kasakstan á sunnudag til að komast til Frakklands. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í dágóðan tíma því við höfum verið í efstu sætunum í dágóðan tíma. Ætlum að halda því áfram á sunnudaginn.“ Frægt er þegar Eiður Smári grét í beinni útsendingu eftir 2-0 tapið í umspilinu í Króatíu „Eigum við ekki bara að hlæja? Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur. Það er aðeins skemmtilegra núna og skemmtiegri tímar framundan.“ Hann segist ekki hafa verið í neinum vafa um að halda áfram með landsliðinu fyrir útileikinn í Kasakstan þegar Heimir og Lars hringdu í hann. „Nei, ég í rauninni var á góðum tímapunkti. Gekk frábærlega í Kasakstan og ákvörðunin að hafa farið strax í sumar, þótt það sé til Kína, að spila hafi verið fín. Ég mun spila fram yfir síðustu leiki í undankeppnni og svo þarf ég bara að sjá til þess að ég haldi áfram aðeins.“ Og Eiður Smári ætlar á EM? „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn