Fimm af þessum 10 mörkum Gylfa hafa komið í þessari undankeppni en aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk í henni en Swansea-maðurinn.
Öll 10 mörk Gylfa, sem lék sinn 31. landsleik í gær, fyrir landsliðið hafa komið í undankeppnum stórmóta.
Öll mörkin 10 má sjá í spilaranum hér að ofan.

Gylfi skoraði fjögur mörk í næstu undankeppni, fyrir HM 2014 í Brasilíu.
Hann byrjaði á því að skora sigurmark Íslands í 1-2 sigri á Albaníu í Tirana með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.
Gylfi skoraði sömuleiðis beint úr aukaspyrnu í öðrum frábærum útisigri Íslands á Slóveníu. Slóvenar komust yfir í fyrri hálfleik en Gylfi jafnaði metin með mögnuðu aukaspyrnumarki á 55. mínútu. Hann tryggði íslenska liðinu svo sigurinn með öðru glæsimarki 12 mínútum fyrir leikslok.
Gylfi var svo á skotskónum í 2-0 sigri Íslands á Kýpur á Laugardalsvellinum í októberbyrjun 2013.

Gylfi gerði svo bæði mörk Íslands í sigrinum glæsilega á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014, hið fyrra úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það seinna með skoti úr teignum þremur mínútum fyrir hálfleik.
Þrjú mörk af þessum 10 landsliðsmörkum Gylfa hafa komið af vítapunktinum en Birkir Bjarnason hefur fiskað allar þrjár vítaspyrnunar sem Gylfi hefur skorað úr.

Portúgal 5-3 Ísland 7. október 2011
(5-3 víti, 94. mínúta)
Albanía 1-2 Ísland 12. október 2012
(1-2, 81.)
Slóvenía 1-2 Ísland 22. mars 2013
(1-1, 55., 1-2, 78.)
Ísland 2-0 Kýpur 10. október 2013
(2-0, 76.)
Ísland 3-0 Tyrkland 9. september 2014
(2-0, 76.)
Lettland 0-3 Ísland 10. október 2014
(0-1, 66.)
Ísland 2-0 Holland 13. október 2014
(1-0 víti, 10., 2-0, 42.)
Holland 0-1 Ísland 3. september 2015
(0-1 víti, 51.)