Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 20:42 Úr leiknum í kvöld Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29