Bílaflotinn yngri ef miðað er við bíla í umferð Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 12:30 Þung bílaumferð í höfuðborginni. Frá efnahagshruninu árið 2008 hefur aldur bílaflota landsmanna hækkað og nokkuð hefur verið í umræðunni að bílaflotinn væri æði gamall. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu er bílafloti landsmanna nú um 12,7 að meðaltali en meðalaldur bíla í Evrópusambandinu samkvæmt tölum frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda er 9,7 ár. Þarna munar miklu, en eru tölurnar sambærilegar og er sömu aðferð beitt við þennan útreikning. Svarið er einfalt, nei það er hann ekki. Í tölunum frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda er miðað við bíla sem eru í umferð, en hér á landi er miðað við bíla á skrá.Bílar á skrá eða bílar í umferð Á þetta hefur Árni Davíðsson bent með grein á visir.is í fyrra. Árni hefur bent á að þessar tölur séu ekki samanburðarhæfar og víst er að það er rétt ef beitt er þessum tveimur mismunandi aðferðum. Bílar á skrá eru allir bílar sem ekki hafa verið afskráðir. Þar á meðal eru bílar sem ekki eru í umferð og eigendur þeirra hafa tekið af númerum til að greiða ekki af þeim tryggingum og opinber gjöld. Þessir bílar eru æði margir og sumir þeirra gamlir og hækka meðalaldur bílaflotans verulega. Margir þessara bíla eru vafalaust bílar sem eigendur þeirra hafa ekki fargað og því ekki teknir af skrá. Samkvæmt upplýsingum frá Þórhildi Elínardóttur upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, en stofnunin heldur utan um upplýsingar um bílaflota landsmanna, er bæði hægt að birta upplýsingar um aldur bílaflotans eftir skráðum bílum og bílum í umferð. Þær tölur sem notast hafi verið við hér á landi hafi þó verið tölur um bíla á skrá. Til standi hjá Samgöngustofu að birta einnig tölur um bíla í umferð og þá sé einmitt hægt að bera með réttu saman samsvarandi tölur frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda.Bílaflotinn 1,2 árum eldri, ekki 3 árum eldri Eftir stendur að bera þarf fram sambærilegar tölur þar sem beitt er sömu aðferðum og á meginlandinu. Bera þarf saman epli og epli, en ekki epli og appelsínur! Árni hefur einnig bent á að líklega er meðalaldur bíla hér á landi um 10,9 ár, ekki 12,7 ár og er þá miðað við bíla í umferð. Miðast tölur Árni við það að í október árið 2013 munaði 1,8 ári á bílaflota landsmanna eftir því hvort miðað var við bíla á skrá eða bíla í umferð og að sú tala hafi lítið breyst síðan þá. Meðalaldurinn á meginlandinu er 9,7 ár svo aldur bílaflota landsmanna er því um 1,2 árum eldri. Hann er þó ekki 3 árum eldri ef áfram væri miðað við bíla á skrá. Í framhaldinu væri rétt að bera saman aldur bílaflota landsmanna með sama hætti og gert er hjá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda ef á annað borð á að bera þá saman. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Frá efnahagshruninu árið 2008 hefur aldur bílaflota landsmanna hækkað og nokkuð hefur verið í umræðunni að bílaflotinn væri æði gamall. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu er bílafloti landsmanna nú um 12,7 að meðaltali en meðalaldur bíla í Evrópusambandinu samkvæmt tölum frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda er 9,7 ár. Þarna munar miklu, en eru tölurnar sambærilegar og er sömu aðferð beitt við þennan útreikning. Svarið er einfalt, nei það er hann ekki. Í tölunum frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda er miðað við bíla sem eru í umferð, en hér á landi er miðað við bíla á skrá.Bílar á skrá eða bílar í umferð Á þetta hefur Árni Davíðsson bent með grein á visir.is í fyrra. Árni hefur bent á að þessar tölur séu ekki samanburðarhæfar og víst er að það er rétt ef beitt er þessum tveimur mismunandi aðferðum. Bílar á skrá eru allir bílar sem ekki hafa verið afskráðir. Þar á meðal eru bílar sem ekki eru í umferð og eigendur þeirra hafa tekið af númerum til að greiða ekki af þeim tryggingum og opinber gjöld. Þessir bílar eru æði margir og sumir þeirra gamlir og hækka meðalaldur bílaflotans verulega. Margir þessara bíla eru vafalaust bílar sem eigendur þeirra hafa ekki fargað og því ekki teknir af skrá. Samkvæmt upplýsingum frá Þórhildi Elínardóttur upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, en stofnunin heldur utan um upplýsingar um bílaflota landsmanna, er bæði hægt að birta upplýsingar um aldur bílaflotans eftir skráðum bílum og bílum í umferð. Þær tölur sem notast hafi verið við hér á landi hafi þó verið tölur um bíla á skrá. Til standi hjá Samgöngustofu að birta einnig tölur um bíla í umferð og þá sé einmitt hægt að bera með réttu saman samsvarandi tölur frá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda.Bílaflotinn 1,2 árum eldri, ekki 3 árum eldri Eftir stendur að bera þarf fram sambærilegar tölur þar sem beitt er sömu aðferðum og á meginlandinu. Bera þarf saman epli og epli, en ekki epli og appelsínur! Árni hefur einnig bent á að líklega er meðalaldur bíla hér á landi um 10,9 ár, ekki 12,7 ár og er þá miðað við bíla í umferð. Miðast tölur Árni við það að í október árið 2013 munaði 1,8 ári á bílaflota landsmanna eftir því hvort miðað var við bíla á skrá eða bíla í umferð og að sú tala hafi lítið breyst síðan þá. Meðalaldurinn á meginlandinu er 9,7 ár svo aldur bílaflota landsmanna er því um 1,2 árum eldri. Hann er þó ekki 3 árum eldri ef áfram væri miðað við bíla á skrá. Í framhaldinu væri rétt að bera saman aldur bílaflota landsmanna með sama hætti og gert er hjá Samtökum Evrópskra Bílaframleiðenda ef á annað borð á að bera þá saman.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent