Dönsk yfirvöld milli steins og sleggju í flóttamannamálinu þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 8. september 2015 13:27 Angela Merkel og Lars Lökke Rasmussen. vísir/afp Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira