Aukin dauðsföll gangandi vegfarenda vegna símnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 13:45 Gangandi vegfarendur skeyta ekki um umferðina og eru djúpt sokknir í síma sína. Þó svo að dauðsföll í umferðinni hafi minnkað í Bandaríkjunum á undaförnum árum hefur dauðsföllum gangandi vegfarenda þar fjölgað um 15% frá 2009 til 2013 og er símnotkun vegfarenda þar kennt um. Árið 2013 dóu 4.735 gangandi vegfarendur í Bandaríkjunum og voru það 14% allra dauðsfalla í umferðinni þar vestra. Það þýðir að á tveggja klukkutíma fresti lætur einhver gangandi vegfarandi lífið. Í mörgum borgum Bandaríkjanna hafa borgaryfirvöld hafið herferðir sem beint er að gangandi vegfarendum og símnotkunar þeirra. Í Philadelphia auglýsa borgaryfirvöld undir yfirskriftinni „Put Phone Down“ og er þar bent á að margir gangandi vegfarendur skeyti ekkert um umferðina og gangi yfir götur kafsokknir í eigin síma og sé því mikil hætta búin. Í Flórída er samskonar herferð í gangi undir yfirskriftinni „Alert Today, Alive Tomorrow“. Rannsóknir sýna að áfengi kemur mest við sögu við dauðsföll gangandi vegfarenda, en í 49% slíkra tilvika voru annaðhvort vegfarendurnir sjálfir eða bílstjórarnir undir áhrifum. Í könnun sem gerð var við 20 hættuleg vegamót í Bandarískum borgum voru 26% gangandi vegfarenda með tónlist í eyrunum, 13% voru í símanum en 15% voru að skoða upplýsingar í síma sínum eða senda textaskilaboð úr honum. Af þeim sem gengu yfir þessi gatnamót með logandi „Dont Walk“-skilaboð voru helmingur vegfarenda uppteknir af símum sínum. Þessi vandi einskorðast náttúrulega ekki við Bandaríkin og kannast margir í umferðinni hér á landi við þennan vanda. Því þurfa ökumenn nú að vera meðvitaðri en áður um gangandi vegfarendur. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Þó svo að dauðsföll í umferðinni hafi minnkað í Bandaríkjunum á undaförnum árum hefur dauðsföllum gangandi vegfarenda þar fjölgað um 15% frá 2009 til 2013 og er símnotkun vegfarenda þar kennt um. Árið 2013 dóu 4.735 gangandi vegfarendur í Bandaríkjunum og voru það 14% allra dauðsfalla í umferðinni þar vestra. Það þýðir að á tveggja klukkutíma fresti lætur einhver gangandi vegfarandi lífið. Í mörgum borgum Bandaríkjanna hafa borgaryfirvöld hafið herferðir sem beint er að gangandi vegfarendum og símnotkunar þeirra. Í Philadelphia auglýsa borgaryfirvöld undir yfirskriftinni „Put Phone Down“ og er þar bent á að margir gangandi vegfarendur skeyti ekkert um umferðina og gangi yfir götur kafsokknir í eigin síma og sé því mikil hætta búin. Í Flórída er samskonar herferð í gangi undir yfirskriftinni „Alert Today, Alive Tomorrow“. Rannsóknir sýna að áfengi kemur mest við sögu við dauðsföll gangandi vegfarenda, en í 49% slíkra tilvika voru annaðhvort vegfarendurnir sjálfir eða bílstjórarnir undir áhrifum. Í könnun sem gerð var við 20 hættuleg vegamót í Bandarískum borgum voru 26% gangandi vegfarenda með tónlist í eyrunum, 13% voru í símanum en 15% voru að skoða upplýsingar í síma sínum eða senda textaskilaboð úr honum. Af þeim sem gengu yfir þessi gatnamót með logandi „Dont Walk“-skilaboð voru helmingur vegfarenda uppteknir af símum sínum. Þessi vandi einskorðast náttúrulega ekki við Bandaríkin og kannast margir í umferðinni hér á landi við þennan vanda. Því þurfa ökumenn nú að vera meðvitaðri en áður um gangandi vegfarendur.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent