Hverju lumar Apple á? Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2015 10:34 Kynning tæknirisans hefst klukkan fimm í dag. Vísir/EPA Mikil spenna ríkir nú vegna árlegrar haustkynningar tæknirisans Apple sem haldin verður í Bill Graham ráðstefnuhöllinni í San Francisco í dag. Eins og svo oft áður hefur lítið lekið um hvaða nýjungar Apple ætlar að kynna, en nóg er um orðróma. Kynningunni hefur verið lýst sem þeirri stærstu til þessa. Meðal þess sem talið er að fyrirtækið muni kynna eru tveir nýir snjallsímar; iPhone 6s og 6s Plus, iPad Pro, iPad mini 4, nýja útgáfu af Apple TV og jafnvel nýtt snjallúr. Þar að auki telja ýmsir tæknimiðlar að Apple muni kynna iOS 9 og watchOS 2, sem eru stýrikerfi fyrir snjallsíma og snjallúr. Kynningin hefst klukkan fimm í dag. Varðandi nýja snjallsíma, hafa lekar úr búðum Apple gefið til kynna að iPhone 6s og 6s Plus muni líta nánast alveg eins út og forverar sínir. Hins vegar hafi Apple uppfært nánast allt inni í símunum. Þar á meðal fá báðar myndavélar símanna uppfærslu. Aðalmyndavél þeirra er sögð taka 12 megapixla myndir og myndbönd í 4K upplausn.Smá viðbót, ef lesendur eru með útgáfu af iPhone sem notast við talgervilinn Siri, prófið að segja: „Hey Siri, give us a hint“.Hér fyrir neðan má sjá hverju sérfræðingar MacRumors síðunnar búast við af nýjum iPhone. Spjaldtölvan nýja, iPad Pro, sem fyrirtækið er líklegt til að kynna, er sögð vera með stærri skjá en áður hefur þekkst. Skjárinn er sagður vera á stærð við skjá á fartölvu og að mögulegt sé að tengja við hann lyklaborð. Samkvæmt TechCrunch hefur salan á iPad farið minnkandi. Símar stækka og fólk notar spjaldtölvur minna, þar sem símarnir duga í flestum tilfellum. Því þarf Apple að finna upp á einhverju nýju. Hins vegar þykir einnig líklegt að Apple muni kynna nýjan iPad mini. Hann verði enn mjórri og öflugri en áður. Hið nýja Apple TV er eitt af stærri atriðum kynningarinnar. Talið er að fjórða kynslóð Apple TV bjóði upp á App store og því fylgi fjarstýring með snertiskjá, hljóðnema og hreyfiskynjara, sem geri notendum mögulegt að spila leiki í gegnum það. Þar að auki er talið að búnaðurinn hafi verið uppfærður með betri örgjafa og meira geymsluplássi.MacRumors um iPad Pro: Tækni Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mikil spenna ríkir nú vegna árlegrar haustkynningar tæknirisans Apple sem haldin verður í Bill Graham ráðstefnuhöllinni í San Francisco í dag. Eins og svo oft áður hefur lítið lekið um hvaða nýjungar Apple ætlar að kynna, en nóg er um orðróma. Kynningunni hefur verið lýst sem þeirri stærstu til þessa. Meðal þess sem talið er að fyrirtækið muni kynna eru tveir nýir snjallsímar; iPhone 6s og 6s Plus, iPad Pro, iPad mini 4, nýja útgáfu af Apple TV og jafnvel nýtt snjallúr. Þar að auki telja ýmsir tæknimiðlar að Apple muni kynna iOS 9 og watchOS 2, sem eru stýrikerfi fyrir snjallsíma og snjallúr. Kynningin hefst klukkan fimm í dag. Varðandi nýja snjallsíma, hafa lekar úr búðum Apple gefið til kynna að iPhone 6s og 6s Plus muni líta nánast alveg eins út og forverar sínir. Hins vegar hafi Apple uppfært nánast allt inni í símunum. Þar á meðal fá báðar myndavélar símanna uppfærslu. Aðalmyndavél þeirra er sögð taka 12 megapixla myndir og myndbönd í 4K upplausn.Smá viðbót, ef lesendur eru með útgáfu af iPhone sem notast við talgervilinn Siri, prófið að segja: „Hey Siri, give us a hint“.Hér fyrir neðan má sjá hverju sérfræðingar MacRumors síðunnar búast við af nýjum iPhone. Spjaldtölvan nýja, iPad Pro, sem fyrirtækið er líklegt til að kynna, er sögð vera með stærri skjá en áður hefur þekkst. Skjárinn er sagður vera á stærð við skjá á fartölvu og að mögulegt sé að tengja við hann lyklaborð. Samkvæmt TechCrunch hefur salan á iPad farið minnkandi. Símar stækka og fólk notar spjaldtölvur minna, þar sem símarnir duga í flestum tilfellum. Því þarf Apple að finna upp á einhverju nýju. Hins vegar þykir einnig líklegt að Apple muni kynna nýjan iPad mini. Hann verði enn mjórri og öflugri en áður. Hið nýja Apple TV er eitt af stærri atriðum kynningarinnar. Talið er að fjórða kynslóð Apple TV bjóði upp á App store og því fylgi fjarstýring með snertiskjá, hljóðnema og hreyfiskynjara, sem geri notendum mögulegt að spila leiki í gegnum það. Þar að auki er talið að búnaðurinn hafi verið uppfærður með betri örgjafa og meira geymsluplássi.MacRumors um iPad Pro:
Tækni Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira