Þrír litir verða í boði, geimgrár, silfurlitaður og gullitaður og hægt verður að fá spjaldtölvuna í 32gb og 128gb útgáfum.
Spjaldtalvan státar af 64-bita A9X örgjörva sem er allt að 1.8 sinnum hraðari en fyrri örgjörvar sem notaðir hafa verið í iPad hingað til. Athygli vekur að nýtt hátalarakerfi er í spjaldtölvunni. Einn hátalari er staðsettur í hverju horni og aðlagast hljóðið eftir því hvernig haldið er á spjaldtölvunni.

Kynning Apple á nýjum vörum stendur yfir og fylgjast má með henni í beinni.