Þrumuveður tafði endurkomu Kolbeins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2015 13:14 Kolbeinn í leik með Ajax í Meistaradeild Evrópu gegn Andres Iniesta og félögum í Barcelona. Vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson var mættur á Schipol-flugvöllinn í Amsterdam í hádeginu í dag á sama tíma og flugvél Icelandair, með fimm leikmenn og fylgdarlið frá Íslandi, lenti. Framherjinn átti reyndar að vera mættur nokkru fyrr en töf varð á flugi hans til Amsterdam vegna þrumuveðurs. Enginn í íslenska landsliðshópnum þekkir betur til í Amsterdam en Kolbeinn. Hann spilaði með Ajax í fjögur ár eða allt þar til hann gekk til liðs við Nantes í Frakklandi í sumar. Hann þekkir þá list ágætlega að skora á Amsterdam Arena þar sem leikið verður gegn Hollendingum á fimmtudaginn. Reiknað er með því að allir leikmenn landsliðsins, fyrir utan Emil Hallfreðsson, verði mættir til Amsterdam áður en æfing liðsins hefst klukkan 16:45 að staðartíma, 14:45 að íslenskum tíma. Emil meiddist aftan í læri í tapleik Hellas Verona gegn Genoa í efstu deildinni á Ítalíu í gær og fór af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Emil átti að fara með flugi frá Ítalíu í hádeginu í dag. Hann er þó í skoðun þegar þetta er skrifað og óvíst um þátttöku hans í leikjunum tveimur gegn Hollandi og Kasakstan. Ólafur Ingi Skúlason kemur til móts við landsliðið í kvöld vegna meiðsla Emils. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kínversku Íslendingarnir, Sölvi Tryggva og Þorgrímur Þráins mættir til Hollands Eiður Smári Guðjohnsen var einn fimm leikmanna landsliðsins sem komu með flugi Icelandair til Amsterdam í morgun. 31. ágúst 2015 12:38 Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21 Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var mættur á Schipol-flugvöllinn í Amsterdam í hádeginu í dag á sama tíma og flugvél Icelandair, með fimm leikmenn og fylgdarlið frá Íslandi, lenti. Framherjinn átti reyndar að vera mættur nokkru fyrr en töf varð á flugi hans til Amsterdam vegna þrumuveðurs. Enginn í íslenska landsliðshópnum þekkir betur til í Amsterdam en Kolbeinn. Hann spilaði með Ajax í fjögur ár eða allt þar til hann gekk til liðs við Nantes í Frakklandi í sumar. Hann þekkir þá list ágætlega að skora á Amsterdam Arena þar sem leikið verður gegn Hollendingum á fimmtudaginn. Reiknað er með því að allir leikmenn landsliðsins, fyrir utan Emil Hallfreðsson, verði mættir til Amsterdam áður en æfing liðsins hefst klukkan 16:45 að staðartíma, 14:45 að íslenskum tíma. Emil meiddist aftan í læri í tapleik Hellas Verona gegn Genoa í efstu deildinni á Ítalíu í gær og fór af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Emil átti að fara með flugi frá Ítalíu í hádeginu í dag. Hann er þó í skoðun þegar þetta er skrifað og óvíst um þátttöku hans í leikjunum tveimur gegn Hollandi og Kasakstan. Ólafur Ingi Skúlason kemur til móts við landsliðið í kvöld vegna meiðsla Emils.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kínversku Íslendingarnir, Sölvi Tryggva og Þorgrímur Þráins mættir til Hollands Eiður Smári Guðjohnsen var einn fimm leikmanna landsliðsins sem komu með flugi Icelandair til Amsterdam í morgun. 31. ágúst 2015 12:38 Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21 Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Kínversku Íslendingarnir, Sölvi Tryggva og Þorgrímur Þráins mættir til Hollands Eiður Smári Guðjohnsen var einn fimm leikmanna landsliðsins sem komu með flugi Icelandair til Amsterdam í morgun. 31. ágúst 2015 12:38
Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21
Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15