Rory kominn í efsta sæti heimslistans á ný | Day blandar sér í baráttuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 17:45 McIlroy á PGA-meistaramótinu. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira