Um 20 þúsund manns mótmæltu þeirri meðferð sem flóttafólk fær á leið sinni yfir Balkanskagann á leið sinni til aðildarríkja Evrópusambandsins á götum Vínarborgar fyrr í kvöld.
Málefni flóttafólks hafa mikið verið rædd í Austurríki og víðar eftir að 71 flóttamaður fannst látinn í vörubíl á hraðbraut nærri Parndorf í Austurríki í síðustu viku.
Mótmælendurnir söfnuðust saman á lestarstöðinni Westbahnhof og gengu um margar af helstu verslunargötum austurrísku höfuðborgarinnar. Gengu þeir með skilti þar sem flóttafólki var boðið velkomið.
20 þúsund buðu flóttafólk velkomið í Vínarborg
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Aron Can heill á húfi
Innlent

Hneig niður vegna flogakasts
Innlent





Lögreglan leitar tveggja manna
Innlent
