Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2015 21:45 „Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“ Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
„Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“
Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15
Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03