Sigríður Björk: Það er ekki mitt að vera alls staðar miðpunkturinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira