Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 14:30 Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða. Vísir/EPA Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira