Norðmaðurinn Tor Andre Skimmeland er farinn frá Breiðabliki og aftur til síns heimalands. Þetta kemur fram á blikar.is, stuðningsmannavef Breiðabliks.
Skimmeland kom til Breiðabliks í félagaskiptaglugganum í síðasta mánuði en tókst ekki að vinna sér sæti í liði Blika. Hann náði aldrei að leika með meistaraflokksliði Breiðabliks en lék þrjá leiki með 2. flokki félagsins.
Skimmeland, sem er 19 ára, hefur leikið fimm leiki með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni.
Á Blikar.is er Skimmeland þakkað fyrir tímann hér á landi og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.
