Happdrættisvinningur í efnahagslögsögunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2015 10:00 Tjón íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna innflutningsbanns Rússa undirstrikar vel mikilvægi makrílsins fyrir þjóðarbúið. Hvað gerist ef makríllinn, sem kom eins og happdrættisvinningur inn í efnahagslögsöguna, fer aftur suður á bóginn? Íslensk fyrirtæki fluttu út vörur til Rússlands fyrir 29,2 milljarða króna í fyrra. Stærstur hluti upphæðarinnar er vegna uppsjávarfisks, aðallega makríls og loðnu. Ísland hefur í eitt og hálft ár stutt viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússum. Á annan tug frekari útfærslna á þessum stuðningi hafa verið samþykktar af utanríkisráðherra, í samræmi við reglur sem um það gilda, eftir að ríkisstjórnin tók ákvörðun um upphaflegan stuðning við aðgerðirnar. Mikið hefur verið skrifað um mikilvægi þess að Ísland styðji aðgerðirnar í nafni „samstöðu“ með bandalagsþjóðum. Ég tel að menn ofmeti mjög meintar afleiðingar af því fyrir utanríkisstefnu Íslands að semja sig frá stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna en samkomulag um slíkt hefði hins vegar þurft að liggja fyrir í upphafi. Skrif um hugsanlegt tjón Íslendinga af því að standa utan aðgerðanna með samkomulagi virðast byggjast á litlu öðru en þykjustuþekkingu. Í fyrsta lagi lá ekki fyrir nein almennileg greining á hagsmunum Íslendinga af hugsanlegum gagnaðgerðum Rússa þegar Ísland lýsti yfir stuðningi við viðskiptaþvinganirnar í upphafi. Þrátt fyrir stofnaðild okkar að Atlantshafsbandalaginu tel ég ekki útilokað að Ísland hefði getað setið hjá í þessum aðgerðum vegna fyrirsjáanlegs tjóns af gagnaðgerðum Rússa í ljósi mikilvægra hagsmuna íslenskra fiskútflytjenda í Rússlandi. Ég tel að bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu hefðu sýnt hlutleysi okkar fullan skilning ef slík ákvörðun hefði verið vel undirbúin af íslenskum stjórnvöldum og gerð í sátt við bandamenn. Að þessu sögðu hefði verið gjörsamlega óforsvaranlegt fyrir íslensk stjórnvöld að draga stuðninginn til baka á þessum tímapunkti, þegar tjón vegna innflutningsbanns Rússa er staðreynd, og í raun með miklum ólíkindum að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi verið að hringla með málið áður en þeir sáu að sér og fylktu sér að baki utanríkisráðherranum. Það er merkilegt að viðskiptahagsmunir, sem nema aðeins fimm prósentum af heildarútflutningi íslenskra fyrirtækja, hafi sett þjóðfélagsumræðuna í jafn mikið uppnám og raun ber vitni og nánast sundrað ríkisstjórnarflokkunum. Þetta er kannski sterkur vitnisburður um hversu mikilvægar makrílveiðarnar eru fyrir þjóðarbúið. Fiskútflytjendur hafa leitað logandi ljósi að nýjum mörkuðum fyrir makríl á undanförnum tólf mánuðum án árangurs. Nýir markaðir fyrir makrílinn í stað Rússlands eru „tálsýn“ að mati sölustjóra Iceland Seafood. Ef við setjum málið í víðara samhengi, hvaða hagsmunavarsla þarf að vera til staðar ef makríllinn fer úr efnahagslögsögunni? Sjávarhiti og áta leika stórt hlutverk í dvöl hins hraðsynta uppsjávarfisks makrílsins á ætisslóðum. Eftir að makríllinn kom í auknum mæli inn í íslenska efnahagslögsögu eftir árið 2008 hafa makrílveiðar skilað þjóðarbúinu 24-26 milljörðum króna árlega, samkvæmt greinargerð vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um makrílveiðar. Íslendingar töldu ekki boðlegt að ganga að tilboði Norðmanna og ESB um 12 prósenta hlutdeild í makrílstofninum meðan 20-25 prósent stofnsins eru innan íslenskrar lögsögu. Spyrja má, ef makríllinn fer aftur suður á bóginn, hefði verið skynsamlegt að ganga að þessu tilboði? Lærdómur sögunnar mun í fyllingu tímans veita svör við því.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Tjón íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna innflutningsbanns Rússa undirstrikar vel mikilvægi makrílsins fyrir þjóðarbúið. Hvað gerist ef makríllinn, sem kom eins og happdrættisvinningur inn í efnahagslögsöguna, fer aftur suður á bóginn? Íslensk fyrirtæki fluttu út vörur til Rússlands fyrir 29,2 milljarða króna í fyrra. Stærstur hluti upphæðarinnar er vegna uppsjávarfisks, aðallega makríls og loðnu. Ísland hefur í eitt og hálft ár stutt viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússum. Á annan tug frekari útfærslna á þessum stuðningi hafa verið samþykktar af utanríkisráðherra, í samræmi við reglur sem um það gilda, eftir að ríkisstjórnin tók ákvörðun um upphaflegan stuðning við aðgerðirnar. Mikið hefur verið skrifað um mikilvægi þess að Ísland styðji aðgerðirnar í nafni „samstöðu“ með bandalagsþjóðum. Ég tel að menn ofmeti mjög meintar afleiðingar af því fyrir utanríkisstefnu Íslands að semja sig frá stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna en samkomulag um slíkt hefði hins vegar þurft að liggja fyrir í upphafi. Skrif um hugsanlegt tjón Íslendinga af því að standa utan aðgerðanna með samkomulagi virðast byggjast á litlu öðru en þykjustuþekkingu. Í fyrsta lagi lá ekki fyrir nein almennileg greining á hagsmunum Íslendinga af hugsanlegum gagnaðgerðum Rússa þegar Ísland lýsti yfir stuðningi við viðskiptaþvinganirnar í upphafi. Þrátt fyrir stofnaðild okkar að Atlantshafsbandalaginu tel ég ekki útilokað að Ísland hefði getað setið hjá í þessum aðgerðum vegna fyrirsjáanlegs tjóns af gagnaðgerðum Rússa í ljósi mikilvægra hagsmuna íslenskra fiskútflytjenda í Rússlandi. Ég tel að bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu hefðu sýnt hlutleysi okkar fullan skilning ef slík ákvörðun hefði verið vel undirbúin af íslenskum stjórnvöldum og gerð í sátt við bandamenn. Að þessu sögðu hefði verið gjörsamlega óforsvaranlegt fyrir íslensk stjórnvöld að draga stuðninginn til baka á þessum tímapunkti, þegar tjón vegna innflutningsbanns Rússa er staðreynd, og í raun með miklum ólíkindum að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi verið að hringla með málið áður en þeir sáu að sér og fylktu sér að baki utanríkisráðherranum. Það er merkilegt að viðskiptahagsmunir, sem nema aðeins fimm prósentum af heildarútflutningi íslenskra fyrirtækja, hafi sett þjóðfélagsumræðuna í jafn mikið uppnám og raun ber vitni og nánast sundrað ríkisstjórnarflokkunum. Þetta er kannski sterkur vitnisburður um hversu mikilvægar makrílveiðarnar eru fyrir þjóðarbúið. Fiskútflytjendur hafa leitað logandi ljósi að nýjum mörkuðum fyrir makríl á undanförnum tólf mánuðum án árangurs. Nýir markaðir fyrir makrílinn í stað Rússlands eru „tálsýn“ að mati sölustjóra Iceland Seafood. Ef við setjum málið í víðara samhengi, hvaða hagsmunavarsla þarf að vera til staðar ef makríllinn fer úr efnahagslögsögunni? Sjávarhiti og áta leika stórt hlutverk í dvöl hins hraðsynta uppsjávarfisks makrílsins á ætisslóðum. Eftir að makríllinn kom í auknum mæli inn í íslenska efnahagslögsögu eftir árið 2008 hafa makrílveiðar skilað þjóðarbúinu 24-26 milljörðum króna árlega, samkvæmt greinargerð vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um makrílveiðar. Íslendingar töldu ekki boðlegt að ganga að tilboði Norðmanna og ESB um 12 prósenta hlutdeild í makrílstofninum meðan 20-25 prósent stofnsins eru innan íslenskrar lögsögu. Spyrja má, ef makríllinn fer aftur suður á bóginn, hefði verið skynsamlegt að ganga að þessu tilboði? Lærdómur sögunnar mun í fyllingu tímans veita svör við því.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun