Spennandi staða á stoðsendingalista Pepsi-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 07:00 Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti