Jordan Spieth í vandræðum á fyrsta hring á Barclays Kári Örn Hinriksson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Spieth var ekki samkvæmur sjálfum sér á fyrsta hring. Vísir/Getty Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira