Sex landsliðsmenn hafa fengið gul spjöld í fyrstu sex leikjum karlalandsliðsins í knattspyrnu í A-riðli undankeppni EM 2016 í Frakklandi.
Ari Freyr Skúlason er sá eini sem er á hættusvæði fyrir leikinn gegn Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn. Vinstri bakvörðurinn fékk gult spjald í 3-0 sigrinum á Tyrklandi fyrir tæpu ári og svo aftur í 3-0 sigrinum í Kasakstan mars. Eitt spjald í viðbót þýðir að Ari Freyr verður í leikbanni í heimaleiknum gegn Kasakstan annan sunnudag.
Hinir fimm landsliðsmennirnir sem hafa fengið gul spjöld eru Gylfi Þór Sigurðsson (gegn Tyrkjum) og svo hinir fjórir í 2-1 tapinu í Tékklandi. Þeir eru Ragnar Sigurðsson, Theodór Elmar Bjarnason, Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson.
Reikna má með því að allir ofantaldir verði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á blaðamannafundi landsliðsþjálfaranna Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15 í dag.
Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn


