Kriðpleir í krísu og lýst er eftir ferskum hugmundum Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Krísufundur Dansverkstæðið LÓKAL og Reykjavík Dance Festival Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason Af sviði: Bjarni Jónsson Hugmynd og handrit: Kriðpleir Hönnun: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Leikið á ensku Sviðslistahópurinn Kriðpleir er í krísu. Aðeins eru nokkrir dagar þangað til umsóknarfrestur Leiklistarráðs fyrir sviðslistarstyrki rennur út og Árni, Friðgeir og Ragnar, meðlimir hópsins, eru ennþá að vinna í umsókninni en eru svolítið fastir í ferlinu. Þeir eru farnir að efast örlítið um sitt eigið ágæti, vilja taka skref fram á við og þróast sem listamenn. Þeirra lausn er að bjóða áhorfendum á Dansverkstæðið til þess að fylgjast með vinnuaðferðum hópsins í þeirri von að finna nýjar listrænar áherslur. Verkið er sýnt í æfingarsal hússins en sviðsmyndin samanstendur af skjávarpa, hljóðbúnaði og svokölluðu pásuborði sem kemur nokkuð við sögu í sýningunni. Friðgeir, sem hingað til hefur verið eins konar forsprakki hópsins, hefur dregið sig í hlé, farið í tíu daga þagnarbindindi og situr lengstum á stól aftast á sviðinu svolítið yfirgefinn en fylgist samt sem áður grannt með frammistöðu Árna og Ragnars. Þeir kynna verkefnasögu hópsins, tína til heimspekilegar hugmyndir og takast á við sviðsljósið. Í Krísufundi leita Kriðpleirsfélagar aftur í fyrra form en í stað þess að sprengja það í tætlur grafa þeir sig dýpra í vandræðaganginn. Slík viðbrögð eru virðingarverð en sú spurning vaknar hvort ramminn sé ekki orðinn lúinn, sviðsframkoma hópsins er einstök en fölnar þegar efnið er ekki nægilega sterkt. Augnablikin þegar sýningin stöðvast algjörlega eru frábær líkt og þegar Ragnar flýr vandræðalegt augnablik með því að endurskipuleggja pásuborð hópsins. Þegar Friðgeir rýfur þagnarbindindið er að sama skapi virkilega vel gert. Listin á það nefnilega til að lúta fyrir hversdagsleikanum. Vandamálið við sýninguna er að þeir félagar hörfa stöðugt undan áskorunum, stundum gengur þessi afstaða upp en sýningin í heild verður brotakennd fyrir vikið. Brot úr sögum, brot af hugmyndum, brot af ástandi. Þeir kasta fram hugleiðingum varðandi gildi leiklistargagnrýni en klóra einungis yfirborðið og gleyma sér í persónulegum sögum um sitt eigið líf en tengja frávikin ekki nægilega vel saman. Sýningin nær ákveðnu hámarki þegar þeir takast á um hversu langt er hægt að ganga til að nota persónulega reynslu til listsköpunar sem endar á því að þeir þakka áhorfendum fyrir komuna, kveðja og hörfa enn á ný. Þeir bögglast og berjast eins og áður en Kriðpleirshópurinn situr ennþá pikkfastur í sama rassfarinu. Að einhverju leyti er þetta viljandi gert og nokkuð sniðug tilraun til að snúa upp á væntingar áhorfenda en hún vindur lítið sem ekkert upp á sig. Sjálfhverfa af þessu tagi er leiðigjörn til lengdar, þar sem þráin til listsköpunar og sjálfsvitund blandast saman án þess að nýjar eða krassandi hugmyndir komi fram á sjónarsviðið.Niðurstaða:Kriðpleirshópurinn er ávallt áhugaverður en biðin eftir nýjum hugmyndum er farin að lengjast. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Krísufundur Dansverkstæðið LÓKAL og Reykjavík Dance Festival Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason Af sviði: Bjarni Jónsson Hugmynd og handrit: Kriðpleir Hönnun: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Leikið á ensku Sviðslistahópurinn Kriðpleir er í krísu. Aðeins eru nokkrir dagar þangað til umsóknarfrestur Leiklistarráðs fyrir sviðslistarstyrki rennur út og Árni, Friðgeir og Ragnar, meðlimir hópsins, eru ennþá að vinna í umsókninni en eru svolítið fastir í ferlinu. Þeir eru farnir að efast örlítið um sitt eigið ágæti, vilja taka skref fram á við og þróast sem listamenn. Þeirra lausn er að bjóða áhorfendum á Dansverkstæðið til þess að fylgjast með vinnuaðferðum hópsins í þeirri von að finna nýjar listrænar áherslur. Verkið er sýnt í æfingarsal hússins en sviðsmyndin samanstendur af skjávarpa, hljóðbúnaði og svokölluðu pásuborði sem kemur nokkuð við sögu í sýningunni. Friðgeir, sem hingað til hefur verið eins konar forsprakki hópsins, hefur dregið sig í hlé, farið í tíu daga þagnarbindindi og situr lengstum á stól aftast á sviðinu svolítið yfirgefinn en fylgist samt sem áður grannt með frammistöðu Árna og Ragnars. Þeir kynna verkefnasögu hópsins, tína til heimspekilegar hugmyndir og takast á við sviðsljósið. Í Krísufundi leita Kriðpleirsfélagar aftur í fyrra form en í stað þess að sprengja það í tætlur grafa þeir sig dýpra í vandræðaganginn. Slík viðbrögð eru virðingarverð en sú spurning vaknar hvort ramminn sé ekki orðinn lúinn, sviðsframkoma hópsins er einstök en fölnar þegar efnið er ekki nægilega sterkt. Augnablikin þegar sýningin stöðvast algjörlega eru frábær líkt og þegar Ragnar flýr vandræðalegt augnablik með því að endurskipuleggja pásuborð hópsins. Þegar Friðgeir rýfur þagnarbindindið er að sama skapi virkilega vel gert. Listin á það nefnilega til að lúta fyrir hversdagsleikanum. Vandamálið við sýninguna er að þeir félagar hörfa stöðugt undan áskorunum, stundum gengur þessi afstaða upp en sýningin í heild verður brotakennd fyrir vikið. Brot úr sögum, brot af hugmyndum, brot af ástandi. Þeir kasta fram hugleiðingum varðandi gildi leiklistargagnrýni en klóra einungis yfirborðið og gleyma sér í persónulegum sögum um sitt eigið líf en tengja frávikin ekki nægilega vel saman. Sýningin nær ákveðnu hámarki þegar þeir takast á um hversu langt er hægt að ganga til að nota persónulega reynslu til listsköpunar sem endar á því að þeir þakka áhorfendum fyrir komuna, kveðja og hörfa enn á ný. Þeir bögglast og berjast eins og áður en Kriðpleirshópurinn situr ennþá pikkfastur í sama rassfarinu. Að einhverju leyti er þetta viljandi gert og nokkuð sniðug tilraun til að snúa upp á væntingar áhorfenda en hún vindur lítið sem ekkert upp á sig. Sjálfhverfa af þessu tagi er leiðigjörn til lengdar, þar sem þráin til listsköpunar og sjálfsvitund blandast saman án þess að nýjar eða krassandi hugmyndir komi fram á sjónarsviðið.Niðurstaða:Kriðpleirshópurinn er ávallt áhugaverður en biðin eftir nýjum hugmyndum er farin að lengjast.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira