Sáum enga ástæðu til breytinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2015 06:00 Lars á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir „Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
„Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15
Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19
Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56
Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18
Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28